Narfastaðir, Höfn (Hval­fjarð­ar­sveit)

- .

Endurnýjun flutningsæðar hitaveitu (HAB lögn) í landi Narfastaðar og Hafnar

Verkefnið: 

Verkefnið snýst um endurnýjun aðveituæðar hitaveitu (HAB lögn) í landi Narfastaðar og Hafnar um 7km. Lögð verður ný foreinangruð stállögn DN450, þegar tengingu á nýrri aðveituæð er lokið verður núverandi asbest lögn fjarlægð.

Verkinu er skipt í þrjá áfanga sem unnir verða á þremur árum. Á árinu 2023 verða lagðir 3km vestan við dælustöð Hafnará, á árunum 2024 og 2025 verða lagðir 2km hvort ár, austan við dælustöð Hafnará.

Vinnusvæði: 

Narfastaðir, Höfn (Hvalfjarðarsveit)

Tímaáætlun: 

1.3.2023 - 15.11.2025 (megin framkvæmd lokið).

Áætlað er að yfirborðsfrágangi verði að fullu lokið 1.6.2026.

Verkefnastjóri Veitna: 

Helgi Helgason

Verktaki: 

Þróttur ehf., Fannar Helgason fannar@throtturehf.is

Umsjónaraðili verkkaupa: 

Anna María Þráinsdóttir Verkís anmt@verkis.is

Uppfært 29.11.2023: Í dag verður nýja lögnin tengd við kerfið. Lögnin er 3 km löng og er fyrsti áfangi í endurnýjun flutningsæðar hitaveitu á svæðinu.

Hvernig getum við aðstoðað þig?