- .
Framkvæmdin er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Veitna, Reykjavíkurborgar, Mílu og Gagnaveitu Reykjavíkur.
Um er að ræða breikkun á 4,1 km löngum kafla Hringvegar frá Varmhólum að Vallá. Breikka á núverandi 2 akreina veg í 2+1 veg með aðskildum akbrautum. Í verkinu eru hringtorg, tvenn undirgöng úr stálplötum, áningarstaður, hliðarvegir og stígar. Fergja á vegstæði og framtíðarstæði stíga meðfram hliðarvegum. Verkinu tilheyra ræsi, regnvatnslagnir, veglýsing, lagnir fyrir upplýsingakerfi Vegagerðarinnar og breytingar á lögnum veitufyrirtækja.
Framkvæmdasvæðið
Framkvæmdasvæðið í heild nær yfir 4,1km kafla hringvegar frá Varmhólum að Vallá.
Tímaáætlun:
Áætlað er að hefja framkvæmdir í byrjun september 2020.
Áætlað er að framkvæmdum ljúki í júní 2023.
Verkefnastjóri Veitna:
Sigurður Rúnar Birgisson, sigurdur.runar.birgisson@veitur.is