.
Heitavatnslaust er vegna bilunar
Kl. 20:45
Viðgerð er lokið og áhleyping er hafin. Það tekur tíma að fylla á kerfið en notendur ættu að að vera komin með heitt vatn innan klukkustundar þó sums staðar geti tekið lengri tíma að ná upp fullum þrýstingi.
Uppfært kl. 19:40
Unnið er að viðgerð
"Uppfært 18:20"
Nýr leki kom upp eftir viðgerð í dag, loka verður fyrir svæðið innar kortsins aftur
"Uppfært 17:11"
Viðgerð lokið og ættu allir að vera komnir aftur með vatn.
"Uppfært 16:20"
Búið er að staðsetja bilun, unnið er að viðgerð.
"Uppfært 15:20"
Allir notendur ættu að vera komnir með heitt vatn aftur að undanskildum þeim sem eru innan korts.
Sjá nánar á korti.
"Uppfært 14:20"
Enn er heitavatnslaust, unnið er að viðgerð
"Uppfært 13:10"
Unnið er að viðgerð
"Uppfært 12:10"
Enn er heitavatnslaust í Breiðholti eftir að leki varð í hitaveitulögn við Víkurbakka. Verið er að greina bilunina og unnið er að því að koma heitu vatni aftur á sem fyrst.
Vegna bilunar er heitavatnslaust í Breiðholti .
Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Húseigendum er bent á að huga að innanhússkerfum.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.