.
Vegna bilunar er heitavatnslaust í Hveragerði
Uppfærslur og nánari upplýsingar eru á vef okkar hér. Ekki verður uppfært nánar á þessari síðu.
Uppfært 2.12.2024, kl. 07.20: Erfiðlega gengur að gera við búnað í borholunni og vatnið sem næst er ekki af sama hitastigi og alla jafna. Íbúar gætu því fundið fyrir minni hita hjá sér. Við upplýsum betur þegar líður á morguninn og áhrifin eru ljósari.
Uppfært kl 02.37: Loka þarf aftur fyrir heitavatnið vegna bilunar. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Uppfært kl 22.47: Viðgerð lokið. Opnað hefur verið fyrir heitavatnið.
Uppfært kl 21.20: Bilun er í búnaði borholna hitaveitu í Hveragerði. Unnið er að viðgerð en ekki hægt að segja til um hvenær vatnið kemst á að nýju.
Vegna bilunar er heitavatnslaust í Hveragerði .
Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Húseigendum er bent á að huga að innanhússkerfum.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Unnið er að viðgerð