Skóla­vörðu­stígur, Njarð­ar­gata og Frakka­stígur

- .

Veitur framkvæma efst á Skólavörðustíg, Njarðargötu og Frakkastíg en nauðsynlegt er að endurnýja hitaveitulagnir á svæðinu.

Verkefnið: Endurnýja þarf hitaveitulagnir og búnað efst á Skólavörðustíg, Njarðargötu og Frakkastíg. Unnið verður í tveimur áföngum til að takmarka rask eins og hægt er.

Tveir niðurgrafnir hitaveitubrunnar eru á svæðinu sem innihalda búnað sem mikil þörf er á að endurnýja. Annar er efst á Frakkastíg og hinn á horni Skólavörðustígs og Njarðargötu. Lagnirnar, brunnarnir og búnaðurinn er frá árinu 1985.

Fyrri áfangi framkvæmdanna mun hefjast í byrjun september 2023 og standa til loka októbermánaðar. Þá verður unnið í Frakkastíg og Njarðargötu . Seinni áfangi framkvæmdanna hefst í byrjun mars 2024 og stendur til loka maí. Þá verður unnið í Skólavörðurstíg og Njarðargötu.

Ljóst er að vegna framkvæmdanna mun aðgengi vegfarenda um svæðið skerðast en aðgengi gangandi og hjólandi verður þó tryggt allan framkvæmdatímann. Nauðsynlegt verður að þvera Skólavörðustíg og Frakkastíg að hluta á framkvæmdatímanum og verður þá lokað tímabundið fyrir bílaumferð, en hjáleiðir um svæðið verða til staðar. Athugið að ekki verður lokað fyrir bílaumferð í götunum tveimur á sama tíma.

Tímaáætlun: 

Áfangi 1: Njarðargata og Frakkastígur 1. sept-1. nóvember 2023

Áfangi 2: Skólavörðustígur og Njarðargata, 15. mars-7. júní 2024

Uppfært 12.6.2024: Vinnu er að mestu lokið á svæðinu. Beðið er eftir hluta af kantsteini og plöntum í beð, en að öðru leyti er vinnu lokið.
Uppfært 10.5.2024:
Búið er að opna stærri hluta vegar efst á Skólavörðustíg fyrir gangandi vegfarendur. Bílaumferð fer áfram um hjáleiðir. Miðvikudaginn 15. maí verða nýjar lagnir tengdar og í kjölfarið hefst síðasti hluti framkvæmda. Áætlað er að hægt sé að ljúka verkinu um mánaðarmótin maí-júní.
Uppfært 29.2.2024:
Á næstunni hefst seinni áfangi framkvæmdanna. Þessi hluti er að mestu unninn efst á Skólavörðustíg. Á meðan framkvæmdum stendur þarf á einhverjum tímapunkti að loka fyrir bílaumferð, en hjáleiðir verða settar upp. Aðgengi hjólandi og gangandi vegfarenda verður tryggt allan tímann.

 Uppfært 31.10.2023: Vinnan gengur vel þrátt fyrir einstaka hnökra sem hafa tafið verkið. Þessa dagana er verið að tengja hitaveituna að nýju og einhverjir viðskiptavinir hafa því orðið fyrir tímabundnu heitavatnsleysi. Tengingum lýkur í þessari viku og skurðum er lokað jafnóðum og tengingu lýkur. Endanlegur yfirborðsfrágangur er í kjölfarið og samkvæmt uppfærðri áætlun lýkur honum um miðjan nóvember.

Uppfært 29.9.2023. Nú er unnið í hitaveitulögnum við Njarðargötu. Við vinnuna kom í ljós að snjóbræðslukerfi liggur mjög nálægt hitaveitulögnunum og ekki hægt að endurnýja þær án þess að taka upp snjóbræðsluna. Því þarf að grafa á stærra svæði og fjarlægja snjóbræðsluna tímabundið.

Af þessu leiðir að Frakkastíg hefur nú verið lokað alveg fyrir bílaumferð og sú lokun mun standa í nokkurn tíma. Áfram verður opið fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.

Verkefnastjóri Veitna:  Pétur Wilhelm

Verktaki: EMKAN

Samskipti varðandi framkvæmdina: Silja Ingólfsdóttir á þjónustusviði Veitna, s. 516 6000.

Hvernig getum við aðstoðað þig?