- .
Veitur ásamt Stykkishólmsbæ, Mílu og Rarik hefja brátt framkvæmdir við Víkurhverfi, Stykkishólmi. Um er að ræða 1. áfanga í gatnagerðar- og lagnavinnu
Verkefnið: Veitur ásamt Stykkishólmsbæ, Mílu og Rarik framkvæma við Víkurhverfi, Stykkishólmi. Um er að ræða 1. áfanga í gatnagerð- og lagnavinnu.
Uppfært 5.6.2024: Í stórum framkvæmdum koma oft upp hnökrar og þannig er það á þessu svæði. Vinna tefst því um tvo mánuði til viðbótar.
Til að hitaveitukerfið anni nýju hverfi þarf að stækka lögn á litlu svæði og líklegt að þvera þurfi Borgarbraut nærri Borgarhlíð. Sett verður stálbrú fyrir bílaumferð.
Vinnusvæði: Borgarbraut, Imbuvík, Daddavík, Hlöðuvík.
Tímaáætlun: ágúst 2023 – janúar 2024
Uppfærð tímaáætlun 7.3.2024: Gert er ráð fyrir að vinnu ljúki um miðjan maí 2024
Uppfærð tímaáætlun 5.6.2024: Gert er ráð fyrir lokum framkvæmda um miðjan júlí 2024.
Verkefnastjóri Veitna: Auður Guðríður Hafliðadóttir
Verktaki: BB & synir ehf.