- .
Um er að ræða nýja gatnatengingu frá Hnoðraholti að Vífilstaðavegi og innviðauppbyggingu vegna nýs íbúða- og atvinnuhverfis í Vetrarmýri.
Verkefnið: Um er að ræða nýja gatnatengingu frá Hnoðraholti að Vífilstaðavegi og innviðauppbyggingu vegna nýs íbúða- og atvinnuhverfis í Vetrarmýri. Verkið er samstarfsverkefni Garðabæjar, Veitna, Ljósleiðarans og Mílu.
Framkvæmdasvæðið afmarkast af Reykjanesbraut, Vífilstaðavegi og golfvelli GKG.
Tímaáætlun: Verkið hófst í byrjun mars 2022 og áætluð verklok eru í júlí 2023
Verkefnastjóri Veitna er Kolbeinn Björgvinsson.
Verktaki: Grafa og Grjót
Umsjón og eftirlit: Strendingur, Benedikt Sigurvinsson
______________________________________________
Hvernig gengur?
Uppfært 20.10.2022: Þriðjudaginn 25/10 munu Grafa og grjót loka gatnamótum Vetrarbrautar og Hnoðraholtsbrautar í 30 daga því þarna þarf að leggja frárennslislagnir og vatn undir 11kV háspennustreng.