- .
Veitur endurnýja hitaveitulagnir á gatnamótum Bústaðavegar og Stjörnugrófar
Smelltu hér til að stækka mynd
Uppfært 1.6. 2023: Verkið tekur um tveimur vikum lengur en upphaflega var áætlað. Veitur vinna nú að endanlegum yfirborðsfrágangi á svæðinu sem raskað var, þar á meðal túnþökulögn og frágangi á gangstétt. Áætluð verklok eru um miðjan júní.
Uppfært 16.5.2023: Veitur hafa nú lokið vinnu þar sem Stjörnugróf var þveruð á gatnamótum við Bústaðaveg. Hjálieðinni um Seljaland/Markland hefur því verið lokað. Nú er verið að leggja lagnir fyrir ofan bílskúra og gert ráð fyrir að þær verði tengdar þann 22.5. . Þá verður heitavatnslaust kl 9-16 á svæði sem má sjá hér. Framundan er frágangur á yfirborði, þ.á m. hjáleiðarinnar þar sem malbikið verður fjarlægt og sárið lagað. Það má gera ráð fyrir að það verði klárað fyrir lok maí.
Verkefnið: Veitur eru að endurnýja hitaveitulagnir á gatnamótum Bústaðavegar og Stjörnugrófar.
Vegna staðsetningar vinnusvæðis þarf að útbúa hjáleið um Markland. Þaðan verður malbikað yfir á Seljaland/Stjörnugróf. Hjáleiðir fyrir vegfarendur verða merktar og girðing sett upp við veginn á milli leiksvæðis og vegar.
Gera má ráð fyrir töluverðri umferðaraukningu um hjáleiðina þann tíma sem framkvæmdir standa. Veitur leggja áherslu á öryggi vegfarenda og íbúa og biðla til allra að aka varlega um svæðið. Vinnunni fylgir nokkuð rask og ónæði, aðallega vegna umferðar. Veitur munu ganga frá yfirborði að loknu verki og íbúar eiga ekki að bera neinn kostnað af því.
Vinnusvæði: Gatnamót Bústaðavegar og Stjörnugrófar.
Tímaáætlun: Framkvæmdin hefst í byrjun maí og stendur til loka maí 2023.
Verkáætlun:
02.05 – 09.05: Undirbúningur framkvæmdar, girðingar settar upp, malbikun á hjáleið og skiltum komið fyrir.
09.05-23.05: Vinna við hitaveitu í gatnamótum, hjáleið um Markland og Seljaland
30.05.2023: Verklok og frágangi lokið.
Uppfært 1.6.2023: Áætlað er að endanlegum yfirborðsfrágangi sé lokið um miðjan júní.
Verkefnastjóri Veitna: Hörður Jósef Harðarson
Samskipti varðandi framkvæmdina: Silja Ingólfsdóttir á þjónustusviði Veitna