Bilun í hita­veitu í Hvera­gerði

.

Information in English below

Uppfært 2.12. kl. 15:55: Þrýstingur er eðlilegur á vatninu en hitastig er lægra en vanalega og íbúar geta fundið fyrir því. Þess vegna er mikilvægt að halda varmanum innanhúss eins og mögulegt er.

Það er ekki útlit eins og er að það komi til skerðinga en sundlaugar hafa verið beðnar að loka hjá sér til að spara vatnið og aðrir stórnotendur hafa gripið til ráðstafana til að takmarka notkun.

Dæla í borholu hitaveitu í Hveragerði bilaði 1. desember. Unnið er að viðgerð, en ljóst að hún mun taka einhverja daga hið minnsta.

Íbúar og aðrir viðskiptavinir í Hveragerði sem tengjast tvöföldu kerfi hitaveitu eða gufuveitu, munu í dag og næstu daga finna fyrir minni þrýstingi og lægra hitastigi á heita vatninu hjá sér.

Fyrirtæki og íbúar eru beðin að fara sparlega með heita vatnið og takmarka notkun eins og hægt er til að húshitun gangi sem best. Hér má finna hollráð um heitt vatn.

Veitur setja viðgerð í algjöran forgang hjá sér og það verður uppfært reglulega hér á vefnum.

------------------------
Updated 2.12 at 15:55: The water pressure is normal, but the temperature is lower than usual, and residents may notice this. Therefore, it is important to retain as much heat indoors as possible.

At the moment, there is no indication of restrictions being implemented, but swimming pools have been asked to close to conserve water, and other major users have taken measures to limit their usage.

A borehole of the geothermal heating utility in Hveragerði broke down on December 1st. Repairs are underway, but it is clear that they will take at least a few days.

Residents and other customers in Hveragerði connected to the double heating system or steam heating system will notice reduced pressure and lower temperature in their hot water supply today and in the coming days.

Companies and residents are kindly asked to use hot water sparingly and limit its usage as much as possible to ensure heating for all homes. Here you can find helpful tips on hot water usage.

Veitur is prioritizing this repair and will provide regular updates here on their website.

Hvernig getum við aðstoðað þig?