Sund­laug­ar­vegur, Reykjavík

- .

Veitur endurnýja hitaveitulagnir við Sundlaugarveg.

Uppfært 5.7.2023: Verkið gengur vel og verið er að ganga frá tengingum. Skurðum verður lokað á næstu vikum eins og ráðgert var. Endanlegur yfirborðsfrágangur kemur svo í kjölfarið og kláraður í tæka tíð fyrir sumarlok.

Verkefnið: Veitur endurnýja hitaveitulagnir milli Farfuglaheimilisins Dals og Sundlaugarstöðvar, sem er dælustöð hitaveitu í stúkunni við Laugardalslaug. Endurnýjunin er gerð í kjölfar bilana sem urðu á lögnunum í vetur. Staðsetning nýrra lagna er á milli vegar og göngustígs og er það gert til að lágmarka rask gangandi, hjólandi og akandi á svæðinu. Gert er ráð fyrir að öllu verkinu ásamt yfirborðsfrágangi verði lokið í júlí 2023.

Vinnusvæði: Sundlaugavegur 30 til 34.

Tímabil: Áætlaður framkvæmdatími er frá 2. maí til 18. júlí 2023 að undanskildum yfirborðsfrágangi.

Samskipti varðandi framkvæmdina: Silja Ingólfsdóttir á þjónustusviði Veitna

Verktaki: Guðmundur Skúlason ehf

Hvernig getum við aðstoðað þig?