Skóla­tröð og Vall­ar­tröð, Kópa­vogi

- .

Veitur í samstarfi við Kópavogsbæ tengja nýjan leikskóla við innviði

Um verkefnið: Veitur, í samstarfi við Kópavogsbæ, leggja nýjar lagnir fyrir heitt vatn og rafmagn að nýjum leikskóla sem verður byggður við Skólatröð. Lagnir liggja í götu og gangstétt á lóð Skólatraðar 1-11 og Vallartröð 2-13 að norðanverðu og að lóð leikskólans.

Nýjar rafmagnslagnir verða lagðar fyrir íbúðarhús. Þær verða tengdar við kerfið austan megin við Skólatröð og þá þarf að grafa þar í gangstétt og þvera Skólatröð tímabundið. Áhersla er lögð á öryggi íbúa, vegfarenda og starfsfólks. Aðgengi gangandi vegfarenda verður tryggt allan tímann, þó raskið sé töluvert í götunni og gangstétt á meðan framkvæmd stendur.

Að framkvæmd lokinni verður gengið frá yfirborði.

Uppfært 25.11.2024: Hitaveitutengingu er lokið og stefnt að því að rafmagnið verði tengt í vikunni og í framhaldinu verður holunum sem eftir eru lokað. Gengið verður frá yfirborði eftir því sem veður leyfir, en gera má ráð fyrir að kuldatíð fresti endanlegum frágangi til vors.
Uppfært 19.9.2024:
Á morgun verður Skólatröð þveruð fyrir miðju og lokar þar. Á meðan því stendur verður hægt að aka í báðar áttir um Háveg og aðgengi allra tryggt. Gert er ráð fyrir að hægt verði að opna götuna aftur á innan við viku.
Uppfært 30.8.2024:
Ákveðið hefur verið að fresta framkvæmd í Vallartröð. Á næstunni verða lagðar kaldavatnslagnir, í kringum 10. sept verða það heitavatnslagnir og að lokum raflagnir.
Vinnusvæði:
Skólatröð 1-11 og Vallartröð 2-12.

Tímaáætlun: Áætlað upphaf framkvæmda er júní 2024.

Verkefnastjóri Veitna: Auður Guðríður Hafliðadóttir

Samskipti fyrir Veitur: Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna

Hvernig getum við aðstoðað þig?