.
Kaldavatnslaust er vegna viðgerðar í Rauðás og Reykás
Vegna viðgerðar verður kaldavatnslaust í nokkrum húsum við Rauðás og Reykás mið 4. janúar 09:30 til 13:00. Sjá nánar á korti.
Við vörum þig við slysahættu vegna þess að einungis kemur heitt vatn úr blöndunartækjum. Ef þú þarft að sturta niður úr salerninu geturðu notað til þess heita vatnið. Gættu þess þó að það sé ekki alveg sjóðheitt því það getur sprengt postulín.
Þurfirðu neysluvatn meðan á kaldavatnsleysinu stendur, geturðu notað vatn úr heita krananum og kælt það. Brennisteinninn í vatninu getur valdið sumum óþægindum en er skaðlaus.
Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.