Heita­vatns­laust á hluta af Grens­ás­vegi og Skeif­unni

.

Heitavatnslaust er vegna viðgerðar.

Uppfært kl. 19:50 Búið er að hleypa vatni á og eiga allir notendur að vera komnir með heitt vatn.
Uppfært kl. 18:23
Búið er að greina lekann og unnið er að viðgerð, búist er við að heitt vatn verði komið á öll hús á næstu 2 tímum.
Uppfært kl. 16.30:
Unnið er að greiningu á lekanum og ekki hægt að segja til um tímaáætlun fyrir viðgerð.
Uppfært kl. 14.38:
Tilkynnt var um leka við Grensásveg/Skeifuna í dag. Starfsfólk Veitna er á staðnum að kanna orsökina. Til að hægt sé að átta sig á lekanum og kanna hvað veldur honum þurfti að loka fyrir heita vatnið í kring. Uppfært verður hér um leið og nýjar upplýsingar berast. Ath. að staðsetningin hefur verið uppfærð hér að neðan.

Vegna viðgerðar er heitavatnslaust í Skeifunni 2, 4, 6, 8, 10, 15, 17 og 19 ásamt Grensásvegi 5, 7, 9, 11 og 13 - . Sjá nánar á korti.

Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Húseigendum er bent á að huga að innanhússkerfum

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Hvernig getum við aðstoðað þig?