- .
Veitur endurnýja stofnlagnir vatnsveitu frá Kringlumýrarbraut og yfir Háaleitisbraut.
Uppfært 24.9.2024: Unnið hefur verið við hús Veitna á svæðinu á myndinni. Til að nýta skurði var ákveðið að fjarlægja hitaveitubrunn á staðnum og það er m.a. ástæðan fyrir framlengdum framkvæmdum.
Uppfært 26.4.2024: Búið er að malbika göngu- og hjólastíg meðfram Miklubraut og verið að ganga frá yfirborði til að öruggt sé að opna hann. Stefnt er að opnun stígsins í næstu viku. Undir lok maí verður þökulagt á svæðinu. Enn er verið að vinna á svæðinu við endanlega frágang á lögnum og áætlað er að því ljúki um mitt sumar.
Uppfært 10.1.2024: Flestum skurðum hefur nú verið lokað þó tengiholur séu enn opnar. Á næstunni verða lagnir þrýstiprófaðar og lokahönd lögð á verkið áður en hægt er að tengja nýju lögnina við kerfið í heild sinni. Frágangur á yfirborði verður kláraður þó vissulega fari það eftir veðurfari hvenær það verður gert.
Ákvörðun var tekin að hætta við lagnir sem taka við regnvatni.
Uppfært 27.12.2023: Skurðum á milli Kringlu og Kringlumýrarbrautar hefur verið lokað og göngustígur opnaður. Göngustígur austan Háaleitisbrautar hefur einnig verið opnaður. Unnið er í því að loka skurðum í göngustíg frá Háaleitisbraut að Kringlu.
Uppfært 6.12.2023: Vinna er að hefjast við að setja upp ljósastaura og ganga frá göngustíg. Ef veður leyfir þá verður það klárað í desember. Þá verður gengið frá umhverfi göngustígs til að hann sé öruggur fyrir vegfarendur.
Skurðum er verið að loka, en einhverjar tengiholur og smærri svæði verða áfram opin á vinnusvæðinu, en það er nauðsynlegt til að geta tengt lögnina við kerfið þegar þar að kemur. Það verður líklega á nýju ári, en það fer aftur eftir veðri.
Vorið 2024 verður hafist handa við að setja lagnir sem taka við regnvatni á svæðinu, en það verður mun minna í sniðum en sú vinna sem hefur verið á þessu ári.
Endanlegur yfirborðsfrágangur, þá sér í lagi á gróðri, verður kláraður á vormánuðum.
Uppfært 30.10.2023: Aðrein frá Miklubraut að Kringlu er lokuð og ekki verður hægt að opna hana fyrir umferð fyrr en eftir helgina. Undir aðreininni liggja lagnir og búnaður vatnsveitu sem reyndist flóknara að eiga við en vonir stóðu til um.
Þegar lagnir eru komnar til ára sinna getur komið upp að staðsetning búnaðar og lagna er ekki full ljós fyrr en búið er að grafa og reyndist svo vera í þessu tilviki. Göngu og hjólastígar eru tryggðir við vinnusvæðið, en bifreiðar þurfa að nýta hjáleiðir.
Uppfært 12.10.2023: Þann 17. október verður aðrein frá Miklubraut að Kringlu (úr vesturátt) lokað fyrir umferð. Gert er ráð fyrir að það verði opnað að nýju 31. október. Unnið er á öllum kaflanum þessa dagana. Enn eru nokkrar vikur í að hægt sé að loka skurðum alla leið. Einhverjar tafir hafa orðið á verkinu og uppfærð áætlun gerir ráð fyrir verklokum undir lok desember.
Uppfært 1.8.2023: Nú er komið að því að þvera Háaleitisbraut og loka fyrir umferð. Það verður gert frá 3. ágúst - 17. ágúst.
Við leggjum kapp á að verkið gangi hratt og vel fyrir sig til að takmarka tímann sem við vinnum í gatnamótunum. Veitur munu að verki loknu ganga frá öllu yfirborði á framkvæmdasvæðinu.
Uppfært 7. 7. 2023: Nú nálgumst við þann hluta verksins sem er á gatnamótum Háaleitisbrautar og Miklubrautar, sunnanmegin, og þá þarf að þvera Háaleitisbraut og loka fyrir umferð. Það verður í lok júlí. Við höfum skipulagt lokunina þannig að hún verði þegar umferð er í lágmarki yfir sumartímann. Áætlun gerir ráð fyrir að gatnamótin verði lokuð í u.þ.b. viku.
Verkefni: Endurnýjun stofnlagna vatnsveitu við Miklubraut frá Kringlumýrarbraut og yfir Háaleitisbraut. Stofnlögnin er önnur tveggja stórra lagna sem flytur kalda vatnið um Reykjavík. Hún er komin til ára sinna og í forgangi að lagfæra hana til að tryggja stóru og fjölmennu svæði í Reykjavík neysluvatn til framtíðar. Samtímis verða settar regnvatnslausnir við göngu- og hjólastíga milli akvegar Miklubrautar og fjölbýlishúsa í Hvassaleiti.
Vinnusvæðið er alla leiðina, en þó þarf ekki að grafa skurði alla leið þar sem þar verður lögn lögð inn í eldri lögn og þ.a.l. mun minna rask þar sem því er við komið.
Íbúar og aðrir notendur á svæðinu munu ekki verða fyrir vatnsleysi vegna framkvæmdanna, en töluvert rask verður á svæðinu og gæti valdið truflunum.
Háaleitisbraut verður þveruð og henni lokað í lok júlí í um tvær vikur. Það verður við gatnamótin frá Miklubraut, en Miklubraut verður ekki lokað. Kringluvegi verður lokað í örfáa daga seint í haust.
Vinnusvæði: Við Miklubraut frá Kringlumýrarbraut og yfir Háaleitisbraut. Göngu- og hjólastíg við fjölbýlishús í Hvassaleiti verður lokað og hjáleiðir settar upp. Ekki verður unnið á öllu svæðinu samtímis.
Tímabil: Áætlaður framkvæmdatími er 7. júní til 15. desember 2023
Verkefnastjóri Veitna: Hörður Jósef Harðarson
Samskipti varðandi framkvæmdina: Silja Ingólfsdóttir á þjónustusviði Veitna
Verktaki: Jarðval
Umsjónamaður framkvæmdar: Kjartan Ó. Kjartansson, Hnit verkfræðistofa.