Vogabyggð Svæði 2 / Dugguvogur/Kuggavogur
Framkvæmdir fela í sér jarðvinnu Dugguvogí/Kuggavogi í Vogabyggð 2, ásamt fullnaðarafrágangi vatnsveitu, hitaveitu og raflögnum. Þvera þarf Kuggavog á þremur stöðum.
Vinnusvæði:
Frá gatnamótum Súðavogur/Dugguvogur, Dugguvogur og að gatnamótum Dugguvogur/Kuggavogur og frá gatnamótum Dugguvogur/Kuggavogur, Kuggavogur og að gatnamótum Kuggavogur/Súðavogur.
Tímaáætlun:
Þessum áfanga er lokið.
Verkefnastjóri Veitna:
Ólafur Þór Rafnsson
Verktaki:
Lóðaþjónustan
Umsjónarmaður framkvæmdar:
Gautur Þorsteinsson VBV Verkfræðistofa
___________________________________________________
Vogabyggð Svæði 1 / Stefnisvogur
Framkvæmdir fela í sér jarðvegsskipti fyrir götuna Stefnisvog í Vogabyggð 1, malbikun á hlutasvæðum ásamt fullnaðarafrágangi fráveitu og vatnsveitu í götustæði, ásamt hitaveitu og raflögnum fyrir framan Stefnisvog 2 og að setja niður dælubrunn og útrás neðst í Stefnisvogi.
Í verkinu þarf að tengja nýjar lagnir við stofnlagnir sem liggja um Kleppsmýrarveg, og verður hann því þrengdur og aðgengi skert um tíma.
Vinnusvæði:
Frá miðjum Kleppsmýravegi, Stefnisvogur og útrás.
Tímaáætlun:
Þessum áfanga verður lokið í júní.
Verkefnastjóri Veitna:
Ólafur Þór Rafnsson
Verktaki:
D.lng-verk ehf.