Lauga­vegur 25-27, Reykjavík

- .

Veitur endurnýja regnvatnslagnir, raflagnir og leggja heimlagnir.

Uppfært 28.11. 2023: Verið er að ganga frá síðustu götuskápum rafveitu við Laugaveg en ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvenær því verður lokið.

Uppfært 25.10.2023: Vinna í Laugavegi við fráveitulögn hófst í morgun með greftri. Þá kom í ljós að klöpp er undir götunni sem þarf að fleyga (brjóta) með tilheyrandi ónæði. Á næstu dögum sést betur hversu langt klöppin nær og hversu langan tíma það tekur að klára þennan hluta, en það er víst að það tekur aðeins lengri tíma en áætlað var. Í framhaldinu verður haldið áfram með raflagnir og endurnýjun götuskápa á svæðinu.

Uppfært 18.10.2023: Vinnu fyrir framan innkeyrslu að bílageymslu við Hverfisgötu lýkur 19.10. og opnað verður fyrir aðgengi að bílageymslunni seinnipartinn þann dag. Gengið verður frá öllu yfirborði á svæðinu þegar verki lýkur í heild sinni.

Uppfært 10.10.2023: Vinna við seinni hluta framkvæmda er að hefjast. Mánudaginn 16.10. verður hafist handa við að klára fráveitulagnir við sundið, en það tekur um 2 daga. Þá tekur við vinna við raflagnir og götuskápa í nágrenninu. Gera má ráð fyrir að vinnan í heild sinni taki um þrjár vikur.

Uppfært 26.6.2023: Vinna gengur vel og samkvæmt áætlun. Gert er ráð fyrir að allri vinnu í sundinu á milli Laugavegs 25 og 27 verði lokið um mánaðarmótin júní-júlí.

Uppfært 8.6. 2023: Til að lágmarka rask yfir sumartímann og hátíðarhöld á Laugaveginum hefur verið ákveðið að skipta framkvæmdum í minni áfanga. Fyrir 17. júní verður klárað að koma lögnum í sundið milli Laugavegs 25 og 27 og gengið frá yfirborði gangstéttar. Sundið sjálft verður hellulagt síðari hluta júnímánaðar.

Um mánaðarmótin ágúst september verður Laugavegur þveraður fyrir framan sundið og gegnið frá. Gert er ráð fyrir að öllu verkinu ásamt yfirborðsfrágangi verði lokið í lok september.

Verkefnið: Veitur endurnýja regnvatnslagnir í botnlanga milli Laugavegs 25 og 27. Þannig má koma í veg fyrir að regnvatn leiti i kjallara og valdi tjóni. Samtímis verða lagðar heimlagnir rafmagns, fráveitu og hitaveitu í botnlanga á milli Laugavegar 25 og Laugavegar 27. Einnig munu Veitur endurnýja rafstrengi að dreifistöð við Hverfisgötu 40. Þvera þarf Laugaveg til að komast að rafmagnskassa við Laugaveg 28. Fleyga þarf klöpp í holu sem grafin er í sundinu og munu íbúar og rekstraraðilar verða vör við það. Áætlað er að sá hluti verksins taki um 7-10 daga. Veitur biðjast velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdin kann að valda.

Vinnusvæði: Laugavegur 25-27 og Laugavegur 26-28.

Tímaáætlun: 10.5.-30.09..2023.

Verkáætlun uppfærð 18.10.2023.

6. -16. júní: Vinna við lagnir í sundinu verður kláruð og gengið frá yfirborði gangstéttar fyrir framan sundið.

19.-30. júní: Sundið milli Laugavegs 25 og 27 hellulagt.

10.10.-4.11. Laugavegur þveraður fyrir framan sundið og gegnið frá lögnum og yfirborði. Götuskápar rafmagns endurnýjaðir

Verkefnastjóri: Sveinbjörn Hólmgeirsson

Samskipti varðandi framkvæmdina: Silja Ingólfsdóttir á þjónustusviði Veitna

Verktaki: Garðyrkjuþjónustan ehf.

Umsjónamaður framkvæmdar: Árni Ólafsson

Hvernig getum við aðstoðað þig?