Bakki 1, Ölfusi

- .

Heitavatnslaust er vegna bilunar í borholu

Alvarleg bilun varð í borholu í nótt sem mun taka 2-3 daga hið minnsta að gera við.

Á meðan er heitavatnslaust hjá viðskiptavinum sem tengd eru veitunni.

Við munum uppfæra daglega hér á vef um hvernig gengur.

Sjá nánar á korti.

Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Húseigendum er bent á að huga að innanhússkerfum.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Uppfært 16.9. kl.22.10: Búið er að hleypa vatninu aftur á frá borholunni. Það er gert hægt og rólega til að vernda kerfið. Allir íbúar ættu að vera að fá heita vatnið aftur, en það tekur tíma að ná upp fullum þrýstingi.
Uppfært 16.9. kl. 14.15:
Vinna hefur gengið betur en vonast var til og stefnt að því að hægt verði að ræsa dæluna í kvöld.
Uppfært 16.9.:
Búið er að hífa dæluna upp úr borholunni. Hún er töluvert biluð og það tekur tíma að lagfæra hana. Gert er ráð fyrir að það náist á hádegi á morgun, þriðjudag.

Hvernig getum við aðstoðað þig?