- .
Óhreinsað skólp fer tímabundið í sjó um yfirfall dælustöðvar
Uppfært 22.11.2024: Endurnýjun á búnaði er lokið, en neyðarlúgan hefur staðið á sér og ekki hægt að treysta á að hún virki.
Vöktunarbúnaður á neyðarlúguna verður settur upp á mánudaginn, en þangað til verður dælustöðin á yfirfalli.
Vegna endurnýjunar á búnaði fer óhreinsað skólp í sjó um yfirfall frá dælustöðinni við Boðagranda og Seilugranda - .
Fólki er bent á að halda sig frá sjónum og ströndinni þar sem skólp fer í sjó.
Neyðarlúgur fráveitu eru til þess gerðar að skólp flæði ekki inn í híbýli fólks ef dælustöðvar bila eða stöðvast.