Sigtún, Reykjavík

- .

Veitur styrkja dreifikerfi hitaveitu í hverfinu

Um verkefnið: Veitur styrkja dreifikerfið vegna uppbyggingar í hverfinu. Ný hitaveitulögn verður lögð í Sigtúni frá Gullteig og út í hringtorg í Reykjavegi ásamt smærri lögnum í stíga niður að Engjateig. Unnið verður samhliða í rafmagnstengingum á svæðinu.

Unnið verður í nokkrum áföngum á svæðinu. Hjáleiðir verða settar upp fyrir hvern áfanga fyrir sig og áhersla lögð á öryggi vegfarenda og starfsfólks á svæðinu.

Veitur munu ganga frá yfirborði að verki loknu.

Þegar tengja þarf nýjar lagnir við kerfið mun þurfa að loka fyrir vatnið og/eða rafmagn, en það er ávallt tilkynnt sérstaklega og með fyrirvara.

Uppfært 27.9.2024: Þriðjudaginn 1.október verður malbikuð tvö lítil svæði í Sigtúni, ef veður leyfir. Það er annars vegar innkeyrsla að Sigtúni 42 og hins vegar við gatnamótin að Gullteigi. Verktaki ætlar að halda Sigtúni opnu á meðan, en það gæti þurft að loka í u.þ.b. 20 mín frá Sigtúni 39 og inn eftir götunni á meðan verktaki færir sig á aðra akreinina. Gullteigur verður opinn allann tímann.

2024-09-27 Sigtun malbikun


Uppfært 16.9.2024:
Vinnu í gangstétt við Sigtún lýkur í lok september. Þá verður eingöngu unnið innan athafnasvæðis byggingaverktaka á staðnum. Sá hluti sem er bakatil við byggingarsvæðið verður unninn árið 2025.
Uppfært 31.5.2024:
Síðar í dag lýkur vinnu við fyrsta áfanga í verkinu og þá verður hringtorgið við Reykjaveg opnað að nýju og næsti áfangi framkvæmda hefst. Áfanga tvö fylgja ekki lokanir á götu, en það verða þrengingar við vinnusvæði.
Uppfært 24.5. 2024:
Vinna í hringtorgi gengur ágætlega þó ýmislegt ófyrirséð hafi komið upp eins og oft gerist þegar mikið er af eldri lögnum undir. Áætlað er að opna hringtorgið síðdegis föstudaginn 31. maí. Endanlegur yfirborðsfrágangur gæti þurft að bíða þar til síðar, en Veitur munu ganga vel frá öllu yfirborði að framkvæmdum loknum.
Uppfært 8.5.2024:
Framkvæmdir hefjast á næstu dögum. Vinna hefst við hringtorgið og lokað verður fyrir umferð út frá Sigtúni þá leiðina. Hjáleiðir verða settar á svæðinu. Mikilvægt er að ekið sé varlega um svæðið, börn eru þar á ferð um götur þar sem vanalega er minni umferð.

Vinnusvæði: Athugið að áfangaskiptingin er áætlun og gæti tekið breytingum.

Áfangi 1: Við hringtorgið á Reykjavegi

Áfangi 2-6: Í Sigtúni að göngustíg að Engjateig

Áfangi 7: Í göngustíg að Engjateig

Áfangi 8: Í Sigtúni frá göngustíg að vestari framkvæmdamörkum

Tímaáætlun: Maí til nóvember 2024

Verkefnastjóri: Ólafur Þór Rafnsson

Samskipti annast Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna

Hvernig getum við aðstoðað þig?