Reykja­hvoll, Mosfellsbær

- .

Lagfæring á borholu hitaveitu

Um verkefnið: Veitur lagfæra borholu hitaveitu við Reykjahvol 19 í Mosfellsbæ. Í borholunni er búnaður sem teppir flæði heita vatnsins og kemur í veg fyrir að hægt sé að nýta hana sem skyldi.

Nota þarf stóran bor við vinnuna og honum fylgir óhjákvæmilega töluvert ónæði í næsta nágrenni á meðan vinnu stendur. Einnig verður einhver umferð vinnuvéla, sérstaklega í upphafi. Stefnt er að því að vinna á milli kl. 07 og 19 á daginn.

Uppfært 8.8.2024: Í næstu viku hefst vinna að nýju við að ná búnaði upp úr borholunni. Áætlað er að vinna standi yfir í tvær vikur og unnið verður frá kl.8 til kl. 19. Minni umsvif eru í kringum verkið að þessu sinni en síðastliðið haust.
Uppfært 16.10.
Í dag hefst vinna með borinn. Komið verður fyrir hljóðdempandi skilrúmi og áætlanir gerðar um frekari aðgerðir ef það dugar ekki til.

Tímaáætlun:
9.okt- 25. okt. 2023. Uppfært: 12.8.-26.8.2024.

Umsjón með verki fyrir hönd Veitna: Hákon Gunnarsson

Samskipti annast: Silja Ingólfsdóttir, þjónustusviði Veitna.

Spurt og svarað um viðgerðina

Hvað verður gert?
Stór jarðbor settur upp við holuna til að ná upp búnaði sem er þarna og tryggja að flæði heita vatnsins sé eins og það á að vera.

Hvenær?
Byrjað verður að koma upp aðstöðu fyrir bor og búnað, þar á meðal vinnuvélar og annað sem þarf til að tryggja öruggt vinnusvæði á mánudaginn 9. október. Á miðvikudegi ætti að vera hægt að byrja að nota borinn.

Hversu mikið ónæði?
Það er mikill hávaði næst bornum, allt að 100 desíbel, en það er minni hávaði því lengra frá sem fólk er. En gera má ráð fyrir óþægilega miklum hávaða í næsta nágrenni. Það verður eingöngu notað milli kl. 7 að morgni og til kl 19 að kvöldi, virka daga.

Hvað ætla Veitur að gera til að takmarka hávaðann?
Það er óljóst enn hvað dugar best í þessum aðstæðum sem eru á staðnum, en við gerum það sem í okkar valdi stendur til að bæta hljóðvist.

Hversu lengi verður þetta?
Það fer eftir því hvernig gengur. Því miður getum við ekki lofað neinu um það, en við munum uppfæra á vef eins og kostur er og senda upplýsingapósta á íbúa um leið og við vitum eitthvað meira.

Gera þarf ráð fyrir a.m.k. þremur dögum í þessari vinnu áður en ljóst er hver staðan er.

Hvernig getum við aðstoðað þig?