- .
Nýja deiliskipulagið miðar að því að auka aðdráttarafl Hlemms sem staðar sem fólk sækist eftir að fara á. Hlemmur verður kjörstaður fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og góður staður fyrir fólk og viðburði, eftirsóttur bíllaus staður, grænn og lifandi en einnig byrjunarreitur
Verkefnið: Nýja deiliskipulagið miðar að því að auka aðdráttarafl Hlemms sem staðar sem fólk sækist eftir að fara á. Hlemmur verður kjörstaður fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og góður staður fyrir fólk og viðburði, eftirsóttur bíllaus staður, grænn og lifandi en einnig byrjunarreitur fyrir þau sem ætla í bæinn. Mathöllin á Hlemmi er sá segull sem þarf til að gera Hlemm að því sem vænst er.
Tímaáætlun: Verkefnið skiptist í nokkra áfanga. Fyrsti áfangi byrjar eftir verslunarmannahelgina 2022 og lýkur um áramótin 2022-2023.
Verkefnastjóri Veitna: Sigurður Rúnar Birgisson
Verktaki: Alma Verk
Umsjónarmaður framkvæmdar: Kristján Ingi
Nýjustu fréttir:
Uppfært 17.5.2024: Nýr áfangi er að hefjast í framkvæmdum. Upplýsingar um hann má finna hér.
Uppfært 12.1.2023:
Vetrarhlé stendur yfir á framkvæmdum umhverfis Hlemm eða annars vegar á Rauðarárstíg norður og hins vegar frá Hlemmi að Snorrabraut.
Verkin hafa gengið vel og er vinnu við fráveitu og vatnsveitu að mestu lokið í Rauðarárstíg og búið að fylla aftur, næstu verkliðir þar eru lagning hitaveitu og rafmagns. Stefnt er að því hefja vinnu aftur við Rauðarárstíg um mánaðamót febrúar og mars.
Við Laugaveg er lagningu fráveitu að mestu lokið, einnig er búið er að steypa undirstöður fyrir stálstrúktur um miðbik götunnar. Næstu verkliðir þar eru lagning hitaveitu og rafmagns. Við Laugaveg er stefnt á að hefja vinnu aftur í byrjun apríl.
Stálstrúkturinn tengist blágrænum ofanvatnslausnum á svæðinu en þeim er ætlað er að létta á veitukerfi borgarinnar. Regnvatnið mun nýtast í gróðurbeðunum og minnka álag á veitukerfið á svæðinu. Þannig nýtist regnvatnið og gerir verkefnið umhverfisvænna.
Sennilega verður hægt að ráðast í framkvæmdir á sjálfu Hlemmtorgi árið 2024 en framkvæmdum mun endanlega ljúka þegar Borgarlínan rennur í gegnum svæðið.
________________________
Verktaki mun hefjast handa eftir verslunarmannahelgi við fyrsta áfangann við að umbreyta Hlemmsvæðinu í mannvæna og lífvæna borgarbyggð. Kaflinn sem um ræðir liggur frá Mathöllinni á Hlemmi eða Laugavegi 105 við Hlemm og að Snorrabraut.
Það sem er á döfinni núna á Laugavegi – er að umbreyta svæðinu með gróðri, setsvæðum, hjólastæði og óformlegum leikrýmum. Núverandi fráveitulögn verður endurnýjuð með tvöföldu kerfi regnvatns- og skolps. Fyrirliggjandi heimæðar og niðurföll verða tengd nýja kerfinu auk nýrra svelgja í regnbeðum. Hluti hitaveitulagna í götustæði verða endurnýjaðar.
Stálprófíll sem rís og hnígur er leiðandi þáttur á þessum kafla en í honum er einnig falin óbein lýsing á völdum svæðum og afmarkar hann þjónustuleiðir í göturýminu. Yfirborð er myndað með náttúrusteini, en leiðin þjónar einnig hlutverki blágrænna ofanvatnslausna. Sólarmegin á Laugaveginum er gert ráð fyrir að veitingastaðir geti vaxið út í göngurýmið. (Hönnun: Dagný Land Design og MandaWorks).
Verktakinn er Alma Verk og verður svæðinu lokað fyrir bílaumferð í vikunni eftir Verslunarmannahelgi. Unnið verður frá 8-18 á virkum dögum og frá 8-16 á laugardögum. Ekki verður unnið á sunnudögum. Reykjavíkurborg og Veitur hafa umsjón með verkinu. Gætt verður að því að aðgengi gangandi vegfarenda verði gott og aðgengi í fyrirtæki og stofnanir á svæðinu.
Áætluð verklok eru um næstu áramót.