Reykja­æðar við Vínlands­leið

- .

Veitur endurnýja flutningsæð hitaveitu

Um verkefnið: Reykjaæðar eru aðal flutningsæðar á lághitavatni frá Reykjum og Reykjahlíð og sjá 35% af höfuðborgarsvæðinu fyrir heitu vatni. Þær eru komnar á tíma fyrir endurnýjun.

Tvær lagnir liggja samhliða meðfram Vínlandsleið og Vesturlandsvegi og verða endurnýjaðar á kafla árið 2024, en hluti þess bíður ársins 2025 og þá verða þær tengdar við kerfið. Að lokinni tengingu verður hitaveitustokkurinn fjarlægður og Reykjavíkurborg setur þar göngu- og hjólastíg.

Áhersla er lögð á öryggi vegfarenda og starfsfólks og góða umgengni við umhverfið í kring. Gengið verður frá yfirborði og allt efni úr hitaveitustokknum fjarlægt að verki loknu.

Sumarið 2025 verður gata og göngustígar við Krókstorg þveruð tímabundið. Hjáleiðir verða settar upp og reynt að halda lokunum í lágmarki.

Vinnusvæði: Vínlandsleið meðfram Vesturlandsvegi í Grafarholti.

Tímaáætlun: Júní 2024 til október 2025.

Verkefnastjóri Veitna: Sigríður Sif Magnúsdóttir

Samskipti: Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna

Hvernig getum við aðstoðað þig?