Uppfært 4.1. 2025: Viðgerð lauk í gær og öll ættu að vera komin með eðlilegt rafmagn aftur og engin þörf á að halda álaginu í lágmarki.
Uppfært 3.1.2025: Unnið er að viðgerð í dag og vonir standa til að hægt sé að ljúka því í dag.
Uppfært 2.1.2025: Í dag og á morgun verður unnið að viðgerð á rafstrengnum sem bilaði á gamlárskvöld. Viðgerð ætti að ljúka fyrir helgina, en þangað til er mikilvægt að halda álagi í lágmarki og hlaða ekki rafbíla við viðkomandi hús.
Uppfært kl. 23.20: Rafmagn fer að koma á með bráðabirgðastreng, en þá er mjög mikilvægt að takmarka notkun eins og hægt er til að öll gatan hafi rafmagn áfram. Strengurinn er ekki jafn sterkur og sá sem bilaði og þolir minna álag.Rafbíla ætti alls ekki að hlaða þar til við tilkynnum annað og notkun stærri heimilistækja er betra að bíða með. Gatan verður lokuð í báðar áttir þar sem stengurinn fer yfir götuna.
Uppfært 21.44: Unnið er að viðgerð, en bilunin er alvarleg og gæti tekið nokkra stund til viðbótar. Gera má ráð fyrir rafmagnsleysi eitthvað lengur.
Uppfært 20:17 Búið að opna aftur fyrir rafmagn á Kikrkjubraut. Bilunin við Valhúsabraut er stærri og þarf varahluti í það verk. Verklok verða vonandi ef allt gengur vel á næstu tveimur til þremur klukkustundum.
Vegna bilunar er rafmagnslaust við Valhúsabraut og Kirkjubraut, 170 Seltjarnarnes. .
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Unnið er að viðgerð