Um verkefnið: Við Víðimel eru hitaveitulagnir í stokk sem eru frá 1961 og komnar á tíma fyrir endurnýjun. Samtímis verða raflagnir frá árinu 1971 endurnýjaðar. Þvera þarf götuna á tveimur stöðum til að hægt sé að leggja lagnir í jörðu, en það verður ekki gert á sama tíma. Heimlagnir verða endurnýjaðar þar sem þess gerist þörf.
Verkið er unnið í smærri áföngum, en gera má fyrir að bílastæði loki og aðgengi bíla verði skert.
Gangandi og hjólandi vegfarendur komast ávallt leiðar sinnar. Áhersla er lögð á öryggi vegfarenda og starfsfólks.
Uppfært 2.9.2024: Ákveðið hefur verið að fresta framkvæmdum til vorsins 2025 til að koma í veg fyrir tafir vegna vetrarveðurs.
Vinnusvæði: Frá vestari enda Víðimels áleiðis að Hofsvallagötu.
Tímaáætlun: Sumar og fram á haust 2024.
Verkefnastjóri Veitna: Einar Waldorff
Samskipti: Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna