.
Information in English below
Uppfært kl. 13.35: Vinnu er að ljúka og heita vatnið komið á hjá flestum aftur. Það er eingöngu lítið svæði sem á eftir að tengja inn á og það verður komið fyrir kl. 14.
Uppfært kl. 9.30: Búnaður hefur haldið að mestu leyti og ráðstafanir sem gerðar hafa verið til að halda svæðinu sem minnstu eru að virka. Svæðið á kortinu neðst á síðunni sýnir því svæðið sem er vatnslaust. Athugið að einhverjir íbúar gætu fundið fyrir minni þrýstingi á heita vatninu í dag.
----
Vegna tengingar á nýrri hitaveitulögn verður heitavatnslaust í hluta Hlíðanna í Reykjavík miðvikudaginn 27. nóvember kl. 8-17. Sjá nánar á korti neðst á síðunni.
Mikilvægt er að íbúar hafi skrúfað fyrir krana til að koma í veg fyrir slys og tjón þegar vatnið kemur á aftur.
Við bendum húseigendum á að huga að sínum innanhússkerfum. Félag pípulagningameistara hefur tekið saman leiðbeiningar fyrir húseigendur. Gott er að hafa gluggana lokaða á þessum tíma til að halda varmanum inni.
Þegar vatni er hleypt aftur á viðamikið lagnakerfi eftir lokun er eðlilegt að lekar geti komið upp. Í slíkum tilvikum er mikilvægt að tilkynna það svo hægt sé að bregðast við sem fyrst. Gera má ráð fyrir að á meðan bráðabirgðaviðgerð stendur yfir verði heitavatnslaust aftur í næsta nágrenni við lekann aftur.
Við Bólstaðarhlíð 64-68 og Skipholt 43-55 og 64-68 er líklegt að íbúar finni fyrir minni þrýstingi á heita vatninu.
Við munum upplýsa um gang mála á þessari síðu.
Nokkrar algengar spurningar og svör varðandi lokunina
Þarf endilega að taka allt vatnið af?
Við skiljum vel að það komi sér illa fyrir íbúa og fyrirtæki að vera án heits vatns en því miður verður svo að vera þegar um viðamikla viðgerð er að ræða.
Hvað gerist ef vatnið er komið á hjá mér fyrir auglýstan tíma?
Ef heita vatnið verður komið í lag fyrir þann tíma þá mun það ekki verða tekið af aftur nema óvæntar uppákomur verði.
Hvað ef mér finnst vera lágur þrýstingur á vatninu eftir framkvæmdina?
Það getur tekið einhvern tíma að ná fullum þrýstingi aftur.
Hvað ef heita vatnið er ekki komið á kl. 17?
Við biðjum ykkur um að sýna því skilning og þolinmæði. Við uppfærum hér á síðunni eftir því sem fram vindur.
Þarf að slökkva á innanhúskerfum og snjóbræðslu?
Þar sem slík kerfi eru mörg og misjöfn getum við ekki svarað þessu almennt. Best er að hafa samband við pípara eða söluaðila kerfisins til að fá leiðbeiningar. Félag pípulagningameistara hefur einnig tekið saman leiðbeiningar til húseigenda.
Þarf að loka fyrir inntakið?
Húskerfi eru misjöfn og ef það eru innanhúskerfi til staðar er gott að skoða leiðbeiningar frá Félagi Pípulagningameistara. Ef það liggur vafi á hvað skal gera er best að heyra í pípara og fá ráðleggingar.
Hvernig er best að halda hita á húsinu á meðan það er heitavatnslaust?
Gott er að hafa alla glugga lokaða til að halda varmanum innandyra. Húsnæði ætti ekki að kólna mikið á þessum tíma og teppi hlýja fólki þennan tíma sem heitavatnsleysið stendur. Óhætt er að nota einn lítinn rafmagnsofn á íbúð ef nauðsyn krefur, en gott er að muna að það hlýnar fljótt innandyra þegar vatnið kemur aftur á.
----------------------------------------------
Updated at 13:35: Work is nearing completion, and hot water has been restored for most users. Only a small area remains to be reconnected, which will be completed by 14:00
Updated at 9:30: The equipment has held up for the most part. The measures taken to minimize the affected area are working. The map at the bottom of the page shows the area currently without water. Please note that some residents may experience reduced pressure in their hot water today.
---
Due to the connection of a new pipeline for the hot water, there will be no hot water in parts of Hlíðar in Reykjavík on Wednesday, November 27, from 8 in the morning until 17 in the afternoon. Please see map below for details.
It is important that residents turn off their taps to prevent accidents and damage when the water is restored.
We advise homeowners to check their indoor plumbing systems. The Association of Master Plumbers has provided guidelines for homeowners (in Icelandic). It is also recommended to keep windows closed during this period to retain heat.
When water is reintroduced into a large piping system after a shutdown, leaks may naturally occur. In such cases, it is important to report them so that prompt action can be taken. It can be expected that during temporary repairs, there may be further hot water outages in the immediate vicinity of the leak.
At Bólstaðarhlíð 64-68 and Skipholt 43-55 and 64-68, it is likely that residents will experience reduced hot water pressure.
We will provide updates on this page.
Common questions and answers regarding the outage
Does all the water need to be shut off?
We understand that it is inconvenient for residents and businesses to be without hot water, but unfortunately, it is necessary when dealing with a large repair.
What if the water is restored earlier than the scheduled time?
If the hot water is restored earlier, it will not be shut off again unless there are unexpected issues.
What if I experience low water pressure after the work?
It may take some time to restore full pressure.
What if the hot water isn’t back on by 17 in the afternoon?
We ask for your understanding and patience. We will update this page as the situation progresses.
Should I turn off indoor heating systems and snow melting systems?
Since these systems vary, we cannot give a general answer. It is best to contact a plumber or system provider for guidance. The Association of Master Plumbers has also prepared guidelines for homeowners.
Should I shut off the main intake valve?
Indoor systems vary, and if such systems are in place, it’s advisable to check the guidelines from the Association of Master Plumbers (in Icelandic). If there is any doubt about what to do, it’s best to consult a plumber for advice.
How can I keep my home warm during the hot water outage?
It’s a good idea to keep all windows closed to retain heat indoors. The building should not cool much at this time and blankets will help keep people warm during the hot water outage and the house will warm up quickly once the water is restored.