Íbúum í Helga­fells­sveit ofan við Stykk­is­hólm ráðlagt að sjóða neyslu­vatn í varúð­ar­skyni

.

Information in English below

Uppfært 17.12.2024: Því miður hefur aftur komið upp grunur um kóli/E. coli úr sýni sem tekið var í veitunni í gær. Frekari niðurstaða berst á morgun.

Suðutilmælin eru því endurvakin í varúðarskyni fyrir veitusvæðið frá Svelgsárhrauni og að gámastöðinni. Þó leitt sé að hringla með tilmælin þá viljum við setja öryggi í fyrsta sæti.

Suðutilmælin eiga sérstaklega við um viðkvæma notendur, en það eru börn, eldra fólk og fólk með viðkvæmt ónæmiskerfi.

Sýnatökum hefur verið fjölgað og Veitur leggja kapp á að tryggja vatnsgæði á svæðinu með fjölbreyttum lausnum.

Uppfært 16.12.2024: Suðutilmælum í varúðarskyni aflétt. Niðurstöður úr sýnatökum undanfarinna daga benda til þess að sá atburður sem olli því að kólí gerill greindist í sýni úr vatnsveitunni frá Svelgsárhrauni og niður að Stykkishólmi sé liðinn hjá. Um var að ræða áhrif mikillar úrkomu og leysinga. Ekki var um E. coli að ræða.

Samkvæmt neysluvatnsreglugerð skal heilbrigðisnefnd í svona tilfellum meta hvort heilsu manna sé hætta búin. Það er mat Heilbrigðiseftirlits Vesturlands að svo sé ekki og er suðutilmælum því aflétt. Veitur eru að skoða möguleika til gegnumlýsingar á vatninu sem næst upptökum. Þangað til verður tíðni á sýnatökum aukin til þess að fylgjast enn betur með vatnsgæðum.
Uppfært 13.12. kl.14.45:
Sýni tekin 9. og 11.desember sýndu 1 kólí í 100 mL sýnis teknu í dælustöðinni Hamraendum. Ekki var um E.coli að ræða sem eru góðar fréttir. Fleiri sýni voru tekin í dag uppi við vatnsból og úr aðveituæðinni. Fyrstu niðurstöður úr þeim eru jákvæðar og benda til þess að atburðurinn sé liðinn hjá. Í varúðarskyni vilja Veitur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands þó halda tilmælum óbreyttum þangað til niðurstöður frá Matís liggja fyrir eftir helgi.
Uppfært 12.12.kl. 13.10:
Fyrstu niðurstöður sýnatöku frá því í gær gefa til kynna að kólígerlar séu í vatninu og því er íbúum áfram ráðlagt að sjóða neysluvatnið. Veðuraðstæður eru óhagstæðar fyrir vatnsbólið, en það er vel fylgst með og meta hvað hægt er að gera í stöðunni.

Íbúum í Helgafellssveit, frá vatnsbólinu í Svelgsárhrauni til og með Gámastöðinni, er ráðlagt að sjóða drykkjarvatn í varúðarskyni vegna vísbendinga um hugsanlega kólígerlamengun frá vatnsbólinu. Sjá viðkomandi svæði nánar á korti.

Vatnið er gegnumlýst áður en það fer inn á Stykkishólm og þar er enga gerlamengun að finna. Suðutilmæli eiga því ekki við um neysluvatn í bænum sjálfum.

Veitur ásamt heilbrigðiseftirliti Vesturlands eru að taka fleiri sýni úr neysluvatninu til að greina það nánar. Fyrstu niðurstöður ættu að liggja fyrir á morgun.

Hvernig á að sjóða vatnið?
Vatnið þarf að bullsjóða, það þýðir að sjóða í a.m.k. 1 mínútu. Hraðsuðukatlar bullsjóða vatn, en ef örbylgjuofn er notaður þarf að tryggja að vatnið sjóði almennilega.

Börn, eldra fólk og fólk með viðkvæmt ónæmiskerfi ættu að fara sérstaklega varlega.

-----------------------------------------

Updated 17.12.2024: Unfortunately, a suspicion of coli/E. coli has again arisen from a sample taken from the water supply yesterday. Further results will arrive tomorrow.

As a precaution, the boiling advisory is reinstated for the supply area from Svelgsárhraun to the container station. While it is unfortunate to alternate the advisories, we prioritize safety above all else.

The boiling advisory is particularly relevant for vulnerable users, such as children, the elderly, and individuals with weakened immune systems.
Sampling has been increased, and Veitur is working diligently to ensure water quality in the area through various solutions.

Updated 16.12.2024: The advisory to boil water has been lifted as a precautionary measure. Results from samples taken over the past few days indicate that the event that caused coliform bacteria to be detected in a water supply sample from Svelgsárhraun down to Stykkishólmur has passed. The issue was related to the impact of heavy rainfall and runoff. It was not E. coli.

According to drinking water regulations, the health committee must assess whether there is a risk to human health in such cases. The West Iceland Health Authority has determined that there is no risk, and therefore the boil water advisory has been lifted. Veitur Utilities is exploring options for treatment of the water near its source. Until then, the frequency of sampling will be increased to monitor water quality more closely.
Updated 13.12. at 14.45:
Samples taken on December 9th and 11th showed 1 coliform per 100 mL in the sample taken from the pumping station at Hamraendar. However, it was not E. coli, which is good news. Additional samples were taken today at the water source and from the main supply line. Initial results from these samples are positive and suggest that the event is over. As a precaution, Veitur, in consultation with the West Iceland Health Inspectorate, intends to maintain current recommendations until results from Matís are available after the weekend.
Updated 12.12. at 13:10:
Initial results from yesterday's water testing indicate the presence of coliform bacteria in the water. Residents are therefore advised to continue boiling drinking water. Weather conditions are unfavorable for the water source, but the situation is being closely monitored, and steps are being evaluated to address the issue.

Residents in Helgafellssveit above Stykkishólmur advised to boil drinking water as a precaution

Residents in Helgafellssveit, from the water source in Svelgsárhraun up to and including the Recycling Station, are advised to boil drinking water as a precaution due to indications of potential coliform contamination from the water source. Map of the affected area.

The water is UV-treated before entering Stykkishólmur itself, where no contamination has been detected. Therefore, the boiling advisory does not apply to drinking water within the town itself.

Veitur utilites, in cooperation with the West Iceland Public Health Authority, is conducting further testing of the drinking water to determine its safety. Initial results are expected tomorrow.

How to boil the water
The water must reach a rolling boil, which means boiling for at least 1 minute. Electric kettles achieve a rolling boil, but if using a microwave, ensure the water is boiled thoroughly.

Special caution is advised for children, the elderly, and individuals with weakened immune systems.

Hvernig getum við aðstoðað þig?