Um verkefnið: Í Garðastræti er hitaveitustokkur frá 1985 sem þarfnast endurnýjunar og brunnar sem þarf að afleggja af öryggisástæðum. Þá verða raflagnir frá 1955 endurnýjaðar og styrktar.
Hjáleiðir verða settar upp þar sem það á við. Gangandi og hjólandi vegfarendur komast ávallt leiðar sinnar. Áhersla er lögð á öryggi vegfarenda og starfsfólks.
Uppfært 27.8.2024: Ákveðið hefur veirð að fresta framkvæmdum til vorsins 2025. Það tryggir að veturinn stöðvi ekki verkið á miðri leið.
Vinnusvæði: Á Garðastræti verður unnið í áföngum frá gatnamótum við Túngötu og yfir gangbraut við Fischersund. Auk þess verður Garðastræti þverað til móts við hornhús á Bárugötu 14, en þar bakatil er dreifistöð rafveitu.
Tímaáætlun: Vor og sumar 2025
Verkefnastjóri Veitna: Einar Waldorff
Samskipti: Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna