Brávalla­gata og Ljós­valla­gata, Reykjavík

- .

Reykjavíkurborg og Veitur setja náttúrulegar regnvatnslausnir við göngustíg við bakgarða

Um verkefnið: Reykjavíkurborg í samstarfi við Veitur setja blágrænar ofanvatnslausnir í göngustíg við bakgarða við Brávallagötu, Ljósvallagötu og Hringbraut. Lausninni er ætlað að veita regnvatni niður í jarðveginn í stað þess að það fari allt í fráveituna. Einstaka hús á svæðinu hafa lent í því að leki kemur í húsið með tilheyrandi óþægindum.

Þessar lausnir eru í raun beð sem taka við vatninu og í stað malbiks verður hellulagður stígurinn frá Brávallagötu 12 og Ljósvallagötu 20 og að portinu út á Brávallagötu nær Hringbraut.

Í stað malbiks sem nú er á göngustígnum verða lagðar hellur á svæðinu sem tekið er núna. Þessi hluti göngustígsins verður lokaður á meðan. Áhersla er lögð á öryggi við vinnusvæðið.

Vinnusvæði: Í hluta göngustígs á milli Brávallagötu, Ljósvallagötu og Hringbrautar.

Tímaáætlun: Áætlaður verktími er um 8 vikur

Verkefnastjóri Veitna: Ylfa Rakel Ólafsdóttir

Samskipti: Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna

Hvernig getum við aðstoðað þig?