- .
Veitur endurnýja lagnir
Um verkefnið: Veitur eru að endurnýja lagnir fyrir vatnsmiðla og rafmagn á svæðinu. Verkið er skammtímaverk, en á mismunandi tímum mun þurfa að þvera innkeyrslu og götu.
Byrjað verður á þverun á innkeyrslu á milli Ægisgötu 5 og 7 þar sem keyrt er inn í portið. Sú þverun tekur part úr degi og hefst kl 9 um morguninn. Stefnt er að því að henni sé lokið fyrir kl. 16. Gangandi vegfarendur eru beðnir um að nota aðra útganga úr portinu á meðan.
Þverun á Ægisgötu verður einn dagur og hjáleiðir verða settar upp.
Síðasti hluti þessa verks er ofar í Ægisgötu þar sem unnið er í annarri akreininni og þá er þrenging á götunni við vinnusvæðið.
Lögð er áhersla á öryggi vegfarenda og starfsfólks og gengið verður frá yfirborði um leið og færi gefst. Hugsanlega þarf að setja yfirborð ti bráðabirgða en Veitur munu laga það eins fljótt og auðið er.
Umsjón: Páll Ragnar Pálsson
Samskipti: Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna