Viðburða­tenging rafmagns

Hægt er að fá skammtímatengingu á rafmagni fyrir tímabundna notkun, til dæmis fyrir sölubása, viðburði eða aðrar tímabundnar aðgerðir. Þessi þjónusta er háð staðsetningu og aðstæðum í dreifikerfinu. Skammtímatenging er afhent við götuskáp eða dreifistöð í skáp sem notandinn útvegar. Hámarkstími fyrir skammtímatengingu er 30 dagar

Viðbótargjöld: Greitt er sérstaklega fyrir tengingu, aftengingu og notkun. Álag vegna vinnu utan dagvinnutíma er 55%. Upplýsingar um verð er að finna undir verðskrá rafveitu.

Ferli fyrir að sækja um skammtímatengingu

  • Ráða löggiltan rafverktaka: Hafið samband við löggiltan rafverktaka til að framkvæma verkið.

  • Senda umsókn: Sækja um "Skammtímatengingu" í heimlagnaumsókn á Mínum síðum. Annaðhvort greiðandi eða rafvirki getur sent inn umsóknina. Tilgreina skal dagsetningar uppsetningar og niðurtöku.

  • Þjónustubeiðni: Rafverktakinn sendir inn þjónustubeiðni til Veitna í gegnum Mannvirkjastofnun.

  • Upplýsingar um afhendingartíma og kostnað: Tengiliðurinn fær upplýsingar um afhendingartíma og áætlaðan kostnað.

  • Uppsetning rafverktaka: Rafverktakinn setur upp skáp með bilunarstraumsrofa, sjálfvörum og plássi fyrir raforkumæli.

  • Skammtímatenging: Veitur tengja skammtímatenginguna í samráði við rafverktakann.

Afhendingartími: Afhendingartími er áætlaður 5 virkir dagar.

Hvernig getum við aðstoðað þig?