Við erum Veitur

Við vinnum og vöxum saman í sveigjanlegu starfsumhverfi.

Hjá Veitum starfar sterk og árangursmiðuð liðsheild þar sem fjölbreyttur hópur fólks vinnur saman að því að mæta þörfum viðskiptavina okkar og tryggja áreiðanlega þjónustu. Okkur er mikilvægt að skapa jákvætt og hvetjandi starfsumhverfi þar sem starfsfólk fær tækifæri til að þróast og vaxa í starfi. Með því getum við verið drifkraftur jákvæðra breytinga í samfélaginu

Gildin okkar

Gildi lárétt Veitur

Hvetjandi starfsumhverfi 

Við trúum því að velgengni starfsfólks byrji með vellíðan í vinnu. Á starfsstöð okkar á Bæjarhálsi hefur starfsfólk meðal annars aðgang að hollum mat í hádeginu, fullbúnum líkamsræktarsal og aðgengi að heilsueflandi sérfræðiþjónustu.

Við styðjum við starfsþróun og símenntun með fræðslustyrkjum og hvetjum til umhverfisvænna samgangna. Starfsfólk hefur aðgang að hleðslustöðvum fyrir rafbíla, læstri hjólageymslu, þurrkherbergi og búningsaðstöðu. 

Líflegt kaffihús og mötuneyti með hollum hádegismat.
Hvíldarherbergi og fullbúinn líkamsræktarsalur.
Læst reiðhjólageymsla, þurrkherbergi og búningsklefar.
Fjöldi hleðslustöðva til afnota á vinnutíma.



Veitur er framsækið þjónustufyrirtæki sem tryggir aðgengi að rafmagni, hita, vatni og fráveitu. Við erum hluti af Orkuveitunni, ásamt Orku Náttúrunnar, Ljósleiðaranum og Carbfix. Höfuðstöðvar okkar eru á Bæjarhálsi 1, en starfsemi okkar nær víða um höfuðborgarsvæðið, Suður- og Vesturland.

Hér getur þú lesið ýmsar staðreyndir um Veitur og veitusvæðin okkar.

Hvernig getum við aðstoðað þig?