Viðbót­ar­rennsli fyrir sumarhús

Hér eru upplýsingar um hvernig á að sækja um aukið rennsli á heitu vatni fyrir sumarhús.

Umsóknir um breytingu á rennsli á heitu vatni í sumarhús 

Minnkun rennslis 
  • Minnkun á rennsli er einungis framkvæmd á tímabilinu apríl og maí 

  • Það eru engar undantekningar gerðar frá þessu tímabili. 

  • Athugið að lágmarksrennsli í frístundahús eru þrír lítrar á mínútu.  

Umsókn um viðbótarrennsli 
  • Hægt er að sækja um aukið rennsli hvenær sem er. 

  • Verðskrá fyrir heitt vatn er hér á síðunni. Þú finnur verð fyrir viðbótarrennsli undir Frístundahús - Hemlataxtar.   

  • Oftast nægir að bæta við tveim lítrum á mínútu til að mæta þörfum, til dæmis fyrir heita potta. 

 Ferli umsóknar 
  1. Umsókn er send til Veitna hér

  2. Veitur vinna úr umsókninni og staðfesta hvort unnt sé að verða við beiðninni. 

Almennar upplýsingar 

Innifalið í grunnverði eru 3 mínútulítrar, sem er lágmarks afhent magn til sumarhúsa. 
Mínútulítri er magn rennslis sem jafngildir 1 lítra af vatni á mínútu.  

  • Greiða þarf sérstakan skatt af heitu vatni, 2% af smásöluverði í ríkissjóð. 

  • Virðisaukaskattur er 11% fyrir vatn sem notað er til húshitunar. 

Hvernig getum við aðstoðað þig?