Hvað gerum við?

Veitur er stærsta veitufyrirtæki landsins. Það varð til við uppskiptingu Orkuveitunnar í sérleyfisstarfsemi og samkeppnisstarfsemi í ársbyrjun 2014 til samræmis við kröfur í raforkulögum.

Veitur sinna mikilvægri þjónustu í almannaþágu og gæta þess að notendur hafi stöðugt aðgengi að hitaveitu, rafveitu, vatnsveitu og fráveitu. Veitur er stærsta veitufyrirtæki landsins. Það varð til við uppskiptingu Orkuveitunnar í sérleyfisstarfsemi og samkeppnisstarfsemi í ársbyrjun 2014 til samræmis við kröfur í raforkulögum.

Vatns er aflað úr fjölda vatnsbóla. Áhersla er lögð á öfluga vernd auðlindarinnar þannig að sem flestir landsmenn eigi kost á hreinu neysluvatni. Vatnsveitur Veitna gegna lykilhlutverki í brunavörnum.

Heita vatnsins afla Veitur úr lághitasvæðum og frá jarðgufuvirkjunum ON á Hengilssvæðinu. Fyrirtækið þjónar öllu höfuðborgarsvæðinu, auk þéttbýlis og dreifbýlis á Suður- og Vesturlandi. Fyrirtækið býr að 85 ára sögu sjálfbærrar jarðhitanýtingar.

Veitur sjá um dreifingu rafmagns til liðlega helmings landsmanna í sex sveitarfélögum við Faxaflóa. Sérstaða rafdreifikerfis Veitna á landinu er net háspennustrengja sem liggur á milli 13 aðveitustöðva á rafdreifisvæðinu.

Fráveitukerfi Veitna þjóna um helmingi landsmanna og hreinsistöðvar fyrirtækisins enn fleirum. Eftir hreinsun er frárennsli veitt út í sjóinn á Sundunum, um fimm kílómetra frá ströndinni. Í uppsveitum Borgarfjarðar reka Veitur fjórar lífrænar hreinsistöðvar.

Hvernig getum við aðstoðað þig?