Notenda­skipti

Spurt og svarað um notendaskipti, flutningstilkynningar og annað slíkt.

  • Hvar tilkynni ég notendaskipti?

  • Hvaða upplýsingar þarf ég að hafa til að tilkynna?

    • Kennitölu núverandi notanda.
    • Kennitölu þess sem tekur við.
    • Mælisnúmer allra mæla frá Veitum.
    • Álestur af öllum mælum frá Veitum.
    • Tölvupóstfang og símanúmer Þess sem tekur við mæli.

    Við getum lesið af mælum fyrir þig gegn gjaldi. Þú getur merkt við það um leið og þú tilkynnir flutninginn. Hér eru leiðbeiningar um hvernig þú lest af mælum.

  • Hver er ábyrgur fyrir að tilkynna notendaskipti?

    Skráður notandi er almennt ábyrgur fyrir að tilkynna notendaskipti, en fasteignaeigendur bera ábyrgð á að réttur aðili sé skráður.

    Fasteignaeigendur eiga að láta vita ef nýr notandi hefur ekki verið skráður og að ekki sé búið að tilkynna það.

    Ef fasteignaeigandi tilkynnir ekki að nýr notandi hafi tekið við þá er hann ábyrgur fyrir að greiða þá reikninga sem eru ógreiddir.

  • Hvað gerist ef ég gleymi að tilkynna notendaskipti?

    Þá heldur þú áfram að greiða fyrir notkun. Reikningar eru sendir á þá kennitölu sem skráð er fyrir mælinum.

    Ef þú hefur gleymt að tilkynna notendaskipti er hægt að óska eftir reikningsyfirliti hjá okkur og þú gerir upp við nýjan notanda, við sjáum ekki um uppgjörið.

  • Á leigjandi að vera skráður fyrir rafmagni og hita?

    Leigjendur eiga rétt á því að vera skráðir fyrir notkun á heitu vatni og rafmagni.

    Ef hiti og rafmagn er skráð hjá fasteignaeiganda þá ber hann ábyrgð að borga reikningana.

    Athugið að sá sem skráður sem notandi getur óskað eftir því að lokað verði fyrir heitt vatn og/eða rafmagn án ástæðu.

  • Hvernig tilkynni ég notendaskipti vegna vatns- og fráveitugjalda?

    Þú þarft ekki að gera það. Það uppfærist sjálfkrafa hjá okkur í byrjun hvers mánaðar með upplýsingum frá Fasteignaskrá.

  • Af hverju er notendabreyting á heitu vatni og rafmagni ekki sjálfkrafa?

    Vatns- og fráveitugjöld fylgja ávallt húseiganda, en rafmagn og heitt vatn er hægt að skrá óháð eignarhaldi. Leigendur eiga t.d. rétt á að vera skráðir fyrir notkun á heitu vatni og rafmagni.

  • Hvað má álesturinn á rafmagnsmælinum vera gamall við notendaskipti?

    Æskilegt er að álestur á rafmagnsmæli sé tekinn sama daga og notendaskipti eru tilkynnt. Álestur má þó ekki vera eldri en tveggja daga gamall.

Hvernig getum við aðstoðað þig?