Spurt og svarað um notendaskipti, flutningstilkynningar og annað slíkt.
Það er mikilvægt að skoða tímabilið á reikningnum, það sýnir fyrir hvaða tímabil reikningurinn er. Allir reikningar frá Veitum fyrir notkun á heitt vatn og dreifingu á rafmagni eru greiddir eftirá. Það gæti verið að reikningurinn sem þú fékkst sé fyrir notkun áður en notendaskiptin á mælinum áttu sér stað, eða sé uppgjör eftir flutning ef um álesanlegan mæli er að ræða.
Skráður notandi er almennt ábyrgur fyrir að tilkynna notendaskipti, en fasteignaeigendur bera ábyrgð á að réttur aðili sé skráður.
Fasteignaeigendur eiga að láta vita ef nýr notandi hefur ekki verið skráður og að ekki sé búið að tilkynna það.
Ef fasteignaeigandi tilkynnir ekki að nýr notandi hafi tekið við þá er hann ábyrgur fyrir að greiða þá reikninga sem eru ógreiddir.
Við getum lesið af mælum fyrir þig gegn gjaldi. Þú getur merkt við það um leið og þú tilkynnir flutninginn. Hér eru leiðbeiningar um hvernig þú lest af mælum.
Ekki er hægt að skrá flutning á mæli aftur í tímann, þannig að notendaskipti eru alltaf skráð frá og með þeim degi sem þau eru tilkynnt.
Þá heldur þú áfram að greiða fyrir notkun. Reikningar eru sendir á þá kennitölu sem skráð er fyrir mælinum.
Ef þú hefur gleymt að tilkynna notendaskipti er hægt að óska eftir reikningsyfirliti hjá okkur og þú gerir upp við nýjan notanda, við sjáum ekki um uppgjörið.
Þegar tilkynning um flutning á mæli er skráð, fá bæði sá sem skráir mælin af sér og sá sem skráður er fyrir honum staðfestingu í tölvupósti. Til að ganga úr skugga um að notendaskiptin hafi átt sér stað, er hægt að skoða yfirlit yfir alla mæla sem tengdir eru við kennitöluna sína inn á mínum síðum Veitna.
Æskilegt er að álestur á rafmagnsmæli sé tekinn sama daga og notendaskipti eru tilkynnt. Álestur má þó ekki vera eldri en tveggja daga gamall.
Þú getur auðkennt þinn mæli með mælanúmerinu. Ef þú veist ekki hvaða mælanúmer er á þínum mæli, þá geturðu fundið það á Mínum síðum hjá Veitum undir, Notkun og álestrar. Mælanúmerið er einnig tilgreint á reikningum fyrir dreifingu/notkun undir, Skýring á notkun.
Ef þú ert ekki með mælanúmerið á mælinum sem þú ert að taka við, þarftu að hafa samband við þann sem var skráður fyrir mælinum eða eiganda eignarinnar, til að fá upplýsingar um mælanúmerið.
Ef þú hefur þegar aðgang að eigninni geturðu reynt að finna mælirinn sem tilheyrir íbúðinni. Mælanúmerið er staðsett fyrir neðan strikamerkið á mælinum sjálfum. Í fjölbýlishúsum er mælirinn venjulega staðsettur í sameign.
Þú þarft ekki að tilkynna raforkusala um flutning á mæli. Raforkusalinn fær sjálfkrafa upplýsingar um flutninginn þegar notendaskipti hafa verið skráð hjá dreifiaðila. Þú skráir því aðeins notendaskipti á mælir hjá Veitum.
Til að skrá notendaskipti á mæli þarf að hafa tengiliðaupplýsingar hjá nýjum notanda. Þú þarft því að vera með þessar upplýsingar hjá þeim sem þú ert að flytja mælirinn yfir á svo að hægt sé að skrá notendaskipti á mælinum. Hér er listi yfir tengiliðaupplýingar sem þarf að hafa svo að hægt sé að skrá notendaskipti á mæli:
Fyrst er gott að ganga úr skugga um að álesturinn sé rétt skráður, fjöldi stafa og auka stafa á að koma fram í glugganum þar sem álesturinn er sleginn inn. Ef þú ert viss um að hafa slegið inn réttan álestur en ekkert gengur að komast áfram í forminu, getur þú sent okkur allar upplýsingar sem þarf til að skrá notendaskipti á mælinum, ásamt mynd af mælinum, hér á vefsíðu Veitna. Við höfum svo samband við þig þegar erindið hefur verið móttekið.
Til að reikningar fyrir dreifingu á rafmagni berist til leigjendanna þarftu að skrá notendaskipti á mælinum yfir á þá. Þú getur skráð notendaskiptin rafrænt hér á heimasíðunni okkar.
Við hjá Veitum höfum enga leið til að vita þegar að fólk flytur eða breytingar verða á lögheimili. Þess vegna þarf að tilkynna notendaskipti til Veitna. Það er því á ábyrgð húseiganda að réttur aðili sé skráður fyrir mælir.