Suðuræð yfir Elliðaár

- .

Hluti af nýrri flutningsæð undir brú yfir Elliðaár

Um verkefnið: Hluti af flutningsæð hitaveitu fyrir stóran hluta höfuðborgarsvæðisins fer yfir Elliðaár. Lögnin er hengd upp undir brúna til að takmark rask fyrir lífríkið á svæðinu.

Af öryggisástæðum eru reiðstígar í nágrenni við brúna lokaðir, enda er umferð vinnuvéla og starfsfólks á svæðinu töluverð sem getur fælt hesta.

Uppfært 11.10.2024: Í næstu viku verður unnið þar sem göngustígur liggur undir brúna nær Hvörfunum í Kópavogi. Þar sem ekki er hægt að setja aðra hjáleið á svæðið með góðu móti verða öryggisfulltrúar fyrir vegfarendur við stíginn undir brúna. Þau verða í samskiptum við verktakann og stöðva vinnu á svæðinu þegar vegfarendur eiga leið um. Þannig tryggjum við öryggi vegfarenda á leiðinni. Gera má ráð fyrir stuttri bið eftir að komast undir brúna til að leiðin sé hættulaus og greið. Sjá á myndinni hér að neðan hvar stígurinn liggur og öryggisfulltrúar verða staðsettir.
Öryggisfulltrúar verða á staðnum a.m.k. til mánaðarmóta.

2024-10-11 Oryggisfulltruar fyrir vegfarendur

Tímaáætlun: Ágúst til október 2024. Uppfærð áætlun gerir ráð fyrir lokum um miðjan nóvember.

Verkefnastjóri Veitna: Björn Guðmundsson hjá VSB verkfræðistofu

Samskipti varðandi framkvæmdina: Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna

Hvernig getum við aðstoðað þig?