Þau sem skráð eru fyrir mæli hjá Veitum geta fengið tilkynningar í tölvupósti þegar Veitur eru í framkvæmdum í nágrenninu og þegar vatn/straumur er tímabundið tekinn af.
Þá þarf að skrá samskiptaupplýsingar á Mínum síðum hér á vefnum.
Framkvæmdir og minni viðgerðir eru tilkynntar hér á vefnum undir bilanir og framkvæmdir.
Þau sem eru skráð fyrir mæli hjá okkur geta fengið tilkynningar í tölvupósti og/eða sms ef þau skrá samskiptaleiðir á Mínum síðum Veitna.
Það er líklegt að það gerist þegar nýjar lagnir eru tengdar, en þau sem eru skráð fyrir mæli hjá okkur geta fengið tilkynningar þess efnis í tölvupósti og/eða sms ef þau skrá samskiptaleiðir á Mínum síðum.
Það fer allt eftir hverri framkvæmd fyrir sig. Í stórum framkvæmdum uppfærum við reglulega á vefnum og sendum út upplýsingapósta.
Það fer allt eftir hverri framkvæmd fyrir sig. Í stórum framkvæmdum uppfærum við reglulega á vefnum og sendum út upplýsingapósta.
Við tökum því mjög alvarlega. Vinsamlega hringdu í okkur strax í síma 516-6000.
Þú þarft að finna þér annað bílastæði á meðan framkvæmd stendur. Í einstaka tilfellum aðstoðum við með það, en þar sem framkvæmdir eru tímabundnar þá er það sjaldgæft.
Láttu okkur vita í síma 516-6161 og við reynum að finna leið til að leysa það.
Það er því miður ekkert sem við getum gert í því. Það er þó sjaldan rafmagnslaust lengi. Í þeim tilfellum sem mikilvægt er að ávallt sé aðgengi að lyftu er hægt að hafa vararafstöð á staðnum. Þær fást í ýmsum stærðum og gerðum og hægt að kaupa eða leigja hjá mörgum aðilum.
Í stórum framkvæmdum koma gjarnan upp hnökrar við festur og lagnir sem þarf að hanna og smíða hjá okkur. Á meðan bíður skurðurinn opinn og öryggi við hann tryggt. Við höldum áfram vinnu um leið og það er hægt.
Þegar unnið er á stóru svæði eru lagnir gjarnan settar í skurðina, þeim lokað og haldið áfram. Eftir verða þó minni skurðir og holur sem eru síðar nýttar til að tengja lagnir. Þeim verður lokað þegar framkvæmdum á svæðinu lýkur og hægt er að tengja allt svæðið samtímis inn á kerfið.
Við lok framkvæmda tekur við svokallaður yfirborðsfrágangur. Það kemur fyrir að bið sé eftir honum og í millitíðinni er sett bráðabirgðalausn, svokallað kaldbik, til að tryggja öryggi vegfarenda. Stundum eru málaðir stafir á staðinn og það þýðir að frágangur sé til bráðabirgða. Kaldbikið verður fjarlægt og Veitur munu ganga vel frá yfirborði þegar færi gefst.
Við lok framkvæmda tekur við svokallaður yfirborðsfrágangur. Það kemur fyrir að bið sé eftir honum og í millitíðinni er sett bráðabirgðalausn, svokallað kaldbik, til að tryggja öryggi vegfarenda. Stundum eru málaðir stafir á staðinn og það þýðir að frágangur sé til bráðabirgða. Kaldbikið verður fjarlægt og Veitur munu ganga vel frá yfirborði þegar færi gefst.
Það er líklega sprey til að merkja hvar lagnir liggja til að verktakar viti hvar þær eru. Það er ólíklegt að þar verði grafið.
Ef Veitur ollu skemmdum á gróðri þá er best að láta okkur vita sem fyrst. Hér getur þú gert það.
Ef Veitur ollu skemmdum á lóð hjá þér þá skaltu láta okkur vita sem fyrst. Hér getur þú gert það.
Vinsamlega láttu okkur vita hvar það er til að við getum fylgt því eftir. Hér getur þú sent okkur ábendingu.