Heimlagnir

Spurt og svarað um heimlagnir, heimlagnaframkvæmdir og annað tengt heimlögnum

  • Hvað eiga ídráttarrörin að vera stór?

    Skjámynd 2024-09-03 220025

  • Ég er að skipta íbúðinni minni í tvær, er hægt að fá tvo mæla?

    Ef mælagrindin er í sameiginlegu rými þá er hægt að setja upp tveggjamæla grind. Greitt er fyrir auka mæli samkvæmt verðskrá.

  • Hvenær byrjar framkvæmdin heima hjá mér?

    Vinnuflokkurinn kemur eftir 4-6 vikur.

  • Hversu langt á ég að leggja ídráttarrör?

    Ef sótt er um einn miðil hjá Veitum þá skilar húseigandi ídráttarröri að lóðarmörkum. Ef sótt um fleiri en einn miðil munu Veitur sjá um að leggja ídráttarör að húsvegg. Húseiganda ber að koma ídráttarörrum 30 cm út fyrir sökkulvegg.

  • Hversu djúpur á skurðurinn að vera?

    • Kalda vatnið á að vera 110 cm undir yfirborði.
    • Heita vatnið á að vera 80 cm undir yfirborði.
    • Rafmagnið á að vera 70 cm undir yfirborði.
  • Píparinn minn finnur ekki þjónustubeiðnina

    Píparinn þarf að fara inn á Veitur.is – Mínar síður – Heimlagnaumsóknir og leyfa síðunni að hlaða. Þá opnast glugginn „Óútfylltar þjónustubeiðnir“. Þar getur píparinn samþykkt og sent inn þjónustubeiðnina.