Uppfært 22:30 Á meðan á viðgerðum stóð uppgötvuðust fleiri bilanir og dróst því vinna við að koma vatninu aftur á. Verkið er nú á lokastigi og fer að verða hægt að hleypa vatni aftur á fljótlega.
Vegna viðgerðar er heitavatnslaust við Hlíðarhvamm, Hlíðarveg og Vogatungu - .
Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Húseigendum er bent á að huga að innanhússkerfum.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.