Uppfært 9.12.kl. 10.15: Veðurspá er hagstæð fyrir morgundaginn og ekki gert ráð fyrir frosti og því verður heitavatnslaust á morgun, þriðjudag kl. 9-15.
Vegna tengingar á nýrri lögn verður heitavatnslaust við Sæunnargötu og Berugötu - . Sjá nánar á korti.
Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Húseigendum er bent á að huga að innanhússkerfum.
Athugið að ef veðurspá gerir ráð fyrir miklu frosti þennan dag verður dagsetningu og tímasetningu breytt með skömmum fyrirvara.
Við uppfærum hér á síðunni þegar nær dregur og á meðan lokun stendur.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.