Bilun í hita­veitu í Hvera­gerði

.

Information in English below

Uppfært 17.1.2025: Búið er að koma fyrir varabúnaði í borholunni og rekstur hennar orðinn eðlilegur að nýju. Mikilvægt er að íbúar haldi áfram að tilkynna Veitum ef eitthvað kemur upp í þeim hluta búnaðar sem tilheyrir Veitum.

Uppfært 14.1.2025: Í vikunni er verið að setja niður varadælu í borholuna. Hún var pöntuð um leið og bilun varð ljós og var að berast. Hún ætti að vera komin í gang undir lok vikunnar. Endanlegur búnaður er væntanlegur fyrir lok mánaðar.

Uppfært 10.1.2025: Hlýrra er í veðri og með henni hefur notkun minnkað til muna. Hitastig frá varmastöð var 84°C.

Uppfært 6.1.2025: Veitur eru meðvituð um að hitastigið á vatninu er lægra en það hefur almennt verið og það kemur til vegna bilunar sem varð í byrjun desember. Gripið hefur verið til allra mögulegra ráðstafanna til að bæta úr ástandinu, þar á meðal fá sendan búnað til landsins og bæta við varmaskipti, en því miður var bilunin alvarlegri en svo að það dygði til í yfirstandandi kuldakasti. Unnið er að lausn sem áætlað er að verði komin í gagnið um miðjan mánuðinn. Veitur leggja áherslu á að laga bilunina sem varð í borholunni til að tryggja öllum íbúum nauðsynlega innviði og lífsgæði til framtíðar.

Uppfært 2.1.2025: HItastig og rennsli á heita vatninu hefur batnað síðustu daga, en ástandið er þó viðkvæmt ennþá og stórnotendur beðnir að takmarka verulega notkun líkt og undanfarið.

Uppfært 30.12.2024: Í kuldatíðinni eykst notkun og nú er svo komið að stórnotendur hafa verið beðin að takmarka notkun sína eins og hægt er. Íbúar mega gera ráð fyrir lægra hitastigi á heita vatninu og eru beðin að fara sérstaklega vel með heita vatnið.

Uppfært 20.12. 2024: Staðan á hitaveitu og gufuveitu er framar vonum. Það er fylgst vel með og mikilvægt að Veitur séu látnar vita ef íbúar og fyrirtæki finna fyrir breytingum. Í janúar kemur nýr búnaður til landsins og þá verður hægt að tryggja nýtingu borholunnar betur.

Uppfært 9.12. kl. 15.15: Staðan á hitaveitunni í Hveragerði er góð og nýr varmaskiptir virkar vel. Gufuveitan er enn á viðkvæmum stað og stórnotendur beðin að auka notkun smám saman. Stöðumat er tekið daglega og vel fylgst með öllu kerfinu.

Uppfært 6.12.kl. 13.45: Nýr varmaskiptir var settur upp í Hveragerði með öruggum en skjótvirkum hætti. Hann lofar strax góðu fyrir rekstur í tvöfalda kerfinu í bænum, en næstu dagar munu leiða betur í ljós hversu vel það dugar. Hitastigið á vatninu er því eins og best verður á kosið fyrir húsnæði á tvöföldu kerfi hitaveitu.

Uppfært 4.12. kl.11.00: Fjölmennur hópur starfsfólks og verktaka undirbýr nú móttöku á nýrri dælu fyrir borholuna. Ef allt gengur að óskum og veðrið spilar með þá ætti dælan að vera komin í gagnið fyrir helgi. Hitastig á vatninu er ennþá aðeins lægra en vanalega, en íbúar ættu ekki að finna mikið fyrir því. Stórir notendur í bænum hafa sýnt mikinn skilning og takmarkað notkun sína eins og hægt er til að draga úr afleiðingum bilunarinnar.

Uppfært 3.12. kl. 10.30: Unnið er að viðgerð í dag og undirbúningur hafinn til að styrkja búnað i borholunni enn frekar. Hitastigið á vatninu er ennþá lægra en það er alla jafna, en það ætti ekki að koma að sök við húshitun.

Uppfært 2.12. kl. 15:55: Þrýstingur er eðlilegur á vatninu en hitastig er lægra en vanalega og íbúar geta fundið fyrir því. Þess vegna er mikilvægt að halda varmanum innanhúss eins og mögulegt er.

Það er ekki útlit eins og er að það komi til skerðinga en sundlaugar hafa verið beðnar að loka hjá sér til að spara vatnið og aðrir stórnotendur hafa gripið til ráðstafana til að takmarka notkun.

Dæla í borholu hitaveitu í Hveragerði bilaði 1. desember. Unnið er að viðgerð en ljóst að hún mun taka einhverja daga hið minnsta.

Íbúar og aðrir viðskiptavinir í Hveragerði sem tengjast tvöföldu kerfi hitaveitu eða gufuveitu, munu í dag og næstu daga finna fyrir minni þrýstingi og lægra hitastigi á heita vatninu hjá sér.

Fyrirtæki og íbúar eru beðin að fara sparlega með heita vatnið og takmarka notkun eins og hægt er til að húshitun gangi sem best. Hér má finna hollráð um heitt vatn.

Veitur setja viðgerð í algjöran forgang hjá sér og það verður uppfært reglulega hér á vefnum.

------------------------

Updated 17.1.2025: A backup system has been installed in the borehole, and its operation has returned to normal. It is important for residents to continue notifying Veitur if any issues arise with the equipment that belongs to Veitur.

Updated 14.1.2025: This week, a backup pump is being installed in the borehole. It was ordered as soon as the malfunction was identified and has been arriving. It should be operational by the end of the week. The final equipment is expected to arrive by the end of the month.

Updated 10.1.2025: The weather is warmer, and as a result, usage has significantly decreased. The temperature from the geothermal station was 84°C.

Updated January 2, 2025: The temperature and flow of the hot water have improved in recent days, but the situation remains fragile. High-volume users are still asked to significantly limit their usage as they have been doing recently.

Updated 30.12.2024: During the cold period, usage has increased, and now major users have been asked to limit their usage as much as possible. Residents should expect lower temperatures in the hot water and are asked to use hot water sparingly.

Updated December 20, 2024: The status of the geothermal heating and steam supply is better than expected. Monitoring is thorough, and it is important to inform Veitur if residents or businesses notice any changes. In January, new equipment will arrive in the country, which will enable better utilization of the borehole.

Updated December 4th at 11:00 AM: A large group of staff and contractors is currently preparing to receive a new pump for the borehole. If everything goes as planned and the weather cooperates, the pump should be operational before the weekend. The water temperature is still slightly lower than usual, but residents should not notice much of a difference. Large users in the town have shown great understanding and have limited their usage as much as possible to reduce the impact of the malfunction.

Updated December 3 at 10:30: Repairs are underway today, and preparations have begun to further reinforce the equipment in the borehole. The water temperature is still lower than usual, but it should not affect home heating.

Updated 2.12 at 15:55: The water pressure is normal, but the temperature is lower than usual, and residents may notice this. Therefore, it is important to retain as much heat indoors as possible.

At the moment, there is no indication of restrictions being implemented, but swimming pools have been asked to close to conserve water and other major users have taken measures to limit their usage.

A borehole of the geothermal heating utility in Hveragerði broke down on December 1st. Repairs are underway but it is clear that they will take at least a few days.

Residents and other customers in Hveragerði connected to the double heating system or steam heating system will notice reduced pressure and lower temperature in their hot water supply today and in the coming days.

Companies and residents are kindly asked to use hot water sparingly and limit its usage as much as possible to ensure heating for all homes. Here you can find helpful tips on hot water usage.

Veitur is prioritizing this repair and will provide regular updates here on their website.