Heitt vatn komið aftur á Digra­nesið

.

Information in English below

Uppfært 4.12 15.55: Búið er að hleypa vatninu á og öll ættu að vera komin með heitt vatn á ný. Athugið að það getur tekið tíma að ná upp fullum þrýstingi á kerfið.
Uppfært 4.12. kl 15.05:
Vinnu við tengingu er lokið og eftir skamma stund verður byrjað að hleypa vatninu aftur á kerfið. Það er gert hægt og rólega og þrýstingur byggist smám saman upp.
Ef vart verður við leka þarf að hafa samband við okkur strax í síma 516 6161. Ef lekinn er innanhúss þarf að heyra í pípara.
Uppfært 4.12. kl. 11.30:
Vel gekk að loka fyrir vatnið og engar óvænt hefur komið upp.
Uppfært 3.12.2024:
Veðurútlit er gott á morgun, miðvikudag, og þá verður nýja dreifilögnin tengd. Fyrirvarinn er stuttur en mikilvægt að tengja lögnina á meðan frostlaust er.

Uppfært 2.12.2024: Tengidagur er ekki ákveðinn ennþá, en við erum að skoða næstu daga. Það er þvi miður mjög lítill fyrirvari á því.

Uppfært 26.11.2024: Ekki verður heitavatnslaust á fimmtudag. Veðurspá gerir ráð fyrir frosti á fimmtudaginn og því hefur verið hætt við að tengja lögnina þennan dag. Nýr tengidagur verður tilkynntur með stuttum fyrirvara þegar veðurspá gerir ráð fyrir að hitinn fari upp fyrir núll.

Vegna tengingar á nýrri hitaveitulögn verður heitavatnslaust í hluta Digraness í Kópavogi miðvikudaginn 4. desember kl. 8-17.

Við fylgjumst vel með veðurspá og aðlögum tímasetninguna ef nauðsyn krefur.

Mikilvægt er að íbúar hafi skrúfað fyrir krana til að koma í veg fyrir slys og tjón þegar vatnið kemur á aftur.  

Við bendum húseigendum á að huga að sínum innanhússkerfum. Félag pípulagningameistara hefur tekið saman leiðbeiningar fyrir húseigendur. Gott er að hafa gluggana lokaða á þessum tíma til að halda varmanum inni.   

Þegar vatni er hleypt aftur á viðamikið lagnakerfi eftir lokun er eðlilegt að lekar geti komið upp. Í slíkum tilvikum er mikilvægt að tilkynna það svo hægt sé að bregðast við sem fyrst.   Gera má ráð fyrir að á meðan bráðabirgðaviðgerð stendur yfir verði heitavatnslaust aftur í næsta nágrenni við lekann aftur.

Við munum upplýsa um gang mála á þessari síðu.  

Nokkrar algengar spurningar og svör varðandi lokunina  

Þarf endilega að taka allt vatnið af?  
Við skiljum vel að það komi sér illa fyrir íbúa og fyrirtæki að vera án heits vatns en því miður verður svo að vera þegar um viðamikla viðgerð er að ræða.

Af hverju er svona stuttur fyrirvari á lokuninni?
Við gerum okkur grein fyrir því að stuttur fyrirvari kemur sér illa fyrir mörg, en veður verður hagstætt þennan dag þar sem gert er ráð fyrir að hitinn sé yfir frostmarki. Mikilvægt er að tengja nýju lögnina sem allra fyrst og á þessum árstíma er veðurfar breytilegt og þarf að aðlaga verkin að því.

Hvað gerist ef vatnið er komið á hjá mér fyrir auglýstan tíma?  
Ef heita vatnið verður komið í lag fyrir þann tíma þá mun það ekki verða tekið af aftur nema óvæntar uppákomur verði.     

Hvað ef mér finnst vera lágur þrýstingur á vatninu eftir framkvæmdina?  
Það getur tekið einhvern tíma að ná fullum þrýstingi aftur.  

Hvað ef heita vatnið er ekki komið á kl. 17? 
Við biðjum ykkur um að sýna því skilning og þolinmæði. Við uppfærum hér á síðunni eftir því sem fram vindur.      


Þarf að slökkva á innanhúskerfum og snjóbræðslu?  

Þar sem slík kerfi eru mörg og misjöfn getum við ekki svarað þessu almennt. Best er að hafa samband við pípara eða söluaðila kerfisins til að fá leiðbeiningar.   Félag pípulagningameistara hefur einnig tekið saman leiðbeiningar til húseigenda.

Þarf að loka fyrir inntakið?
Húskerfi eru misjöfn og ef það eru innanhúskerfi til staðar er gott að skoða leiðbeiningar frá Félagi Pípulagningameistara. Ef það liggur vafi á hvað skal gera er best að heyra í pípara og fá ráðleggingar.

Hvernig er best að halda hita á húsinu á meðan það er heitavatnslaust?
Gott er að hafa alla glugga lokaða til að halda varmanum innandyra. Húsnæði ætti ekki að kólna mikið á þessum tíma og teppi hlýja fólki þennan tíma sem heitavatnsleysið stendur. Óhætt er að nota einn lítinn rafmagnsofn á íbúð ef nauðsyn krefur, en gott er að muna að það hlýnar fljótt innandyra þegar vatnið kemur aftur á.

---------------------------------

Updated 4/12/2024 at 15.57: The water has been turned back on, and everyone should now have hot water again. Please note that it may take some time to restore full pressure to the system.
Updated 4/12/2024 at 15.05:
The connection work has been completed, and water will start flowing back into the system shortly. This process will be done gradually to allow the pressure to build up slowly.
If you notice any leaks, please contact us immediately at +354 516 6161. For leaks inside your home, you should contact a plumber.
Updated 4/12/2024 at 11.30:
Shutting off the water went smoothly, and no unexpected issues have arisen.
Updated 3/12/2024:
The weather forecast is good for tomorrow, Wednesday, and the new distribution line will be connected then. The notice is short, but it is important to connect the line while there is no frost.
Updated 2.12.2024: T
he connection date has not been determined yet, but we are looking into the coming days. Unfortunately, there is very short notice on this.
Update Nov. 26 2024: No hot water outage will be on Thursday.
Minus degrees are expected on Thursday and therefore Veitur has decided not to connect the hot water pipe that day. A new date will be announced with short notice when temperatures are expected above zero.

Due to the connection of a new pipeline for the hot water, there will be no hot water in parts of Digranes in Kópavogur on Wednesday, December 4, from 8 in the morning until 17 in the afternoon.

We are monitoring the weatherforecast closely and will adjust the timing if necessary.

It is important that residents turn off their taps to prevent accidents and damage when the water is restored.  

We advise homeowners to check their indoor plumbing systems. The Association of Master Plumbers has provided guidelines for homeowners (in Icelandic). It is also recommended to keep windows closed during this period to retain heat.   

When water is reintroduced into a large piping system after a shutdown, leaks may naturally occur. In such cases, it is important to report them so that prompt action can be taken.   It can be expected that during temporary repairs, there may be further hot water outages in the immediate vicinity of the leak.

We will provide updates on this page.

Common questions and answers regarding the outage:

Does all the water need to be shut off?
We understand that it is inconvenient for residents and businesses to be without hot water, but unfortunately, it is necessary when dealing with a large connection.

What if the water is restored earlier than the scheduled time?
If the hot water is restored earlier, it will not be shut off again unless there are unexpected issues.

Why is there such short notice for the shutdown?
We understand that short notice is inconvenient, but the weather is expected to be favorable on this day, with temperatures above freezing. It is crucial to connect the new pipeline as soon as possible, and at this time of year, weather conditions are variable, requiring us to adjust the work accordingly.

What if I experience low water pressure after the work?
It may take some time to restore full pressure.

What if the hot water isn’t back on by 17 in the afternoon?
We ask for your understanding and patience. We will update this page as the situation progresses.

Should I turn off indoor heating systems and snow melting systems?
Since these systems vary, we cannot give a general answer. It is best to contact a plumber or system provider for guidance. The Association of Master Plumbers has also prepared guidelines for homeowners.

Should I shut off the main intake valve?
Indoor systems vary, and if such systems are in place, it’s advisable to check the guidelines from the Association of Master Plumbers (in Icelandic). If there is any doubt about what to do, it’s best to consult a plumber for advice.

How can I keep my home warm during the hot water outage?
It’s a good idea to keep all windows closed to retain heat indoors. The building should not cool much at this time and blankets will help keep people warm during the hot water outage and the house will warm up quickly once the water is restored.