Þar sem ekki er dagleg viðvera, svo sem í frístundahúsum, hesthúsum og þess háttar skal húseigandi setja upp viðurkenndan, vatnsheldan og einangraðan skáp utanhúss fyrir inntaksbúnað.
Tengiskápurinn er í eigu húseiganda en verður að rúma vel allan búnað Veitna. Hurðin verður að vera vel opnanleg (að minnsta kosti 120°) svo auðvelt sé að komast að inntaksbúnaði og þjónusta með góðu móti.