Um rafveituna

Rafmagnsdreifing okkar nær til sex sveitarfélaga; Reykjavíkur, Kópavogs, Mosfellsbæjar, Akraness, Garðabæjar og Seltjarnarness, frá Akranesi í norðvestri að Hellisheiði í austri og suður að Hraunholtslæk, sem rennur þvert í gegnum Garðabæ.

Dreifikerfi rafveitunnar

Dreifikerfi Veitna tengist flutningskerfi Landsnets á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu, tengivirkjunum við Korpu, á Geithálsi og í Hnoðraholti. Þaðan er rafmagnið flutt eftir háspennustrengjum til tíu aðveitustöðva víðsvegar um svæðið. Frá aðveitustöðvunum kvíslast kerfið til um þúsund dreifistöðva (spennistöðva) og frá þeim er rafmagninu veitt í götuskápa, sem flestir kannast við í götunni sinni. Frá götuskápum liggja svokallaðar heimtaugar til notenda.

Hollráð fyrir rafmagn

Plug

Hvernig getum við sparað orku?

Eldum með lok á pottum – annars þarf þrefalt meiri orku

Lesa fleiri hollráð

Hvernig getum við aðstoðað þig?