- .
Information in English below
Uppfært kl.16.30: Viðgerðir standa yfir þar sem lekar hafa komið upp. Það má búast við því að það taki einhverja daga að ganga endanlega frá öllu yfirborði þar sem unnið er.
Uppfærð áætlun gerir ráð fyrir að viðgerð við Nýbýlaveg verði á næstu dögum þegar umferð er í lágmarki á svæðinu. Íbúar sem verða heitavatnslaus á meðan viðgerð stendur fá tilkynningu um það þegar tímasetningar hafa verið staðfestar.
Við bendum á spurt og svarað um bilanir hér á síðunni þar sem viðskiptavinir geta glöggvað sig á hvert er rétt að leita hverju sinni ef um truflanir er að ræða.
Varðandi tjón
Tryggingafélag Veitna, VÍS, tekur við tjónstilkynningum vegna vatns frá lögnum Veitna. Veitur eiga lagnir utanhúss og að mæli á mælagrind í inntaksrými. Best er að tilkynna það beint til VÍS sem sér alfarið um tryggingar fyrir okkur og þar eru málin unnin eins hratt og mögulegt er.
Sé tjón af völdum innanhússkerfa eða lagna í eigu húseigenda þá þurfa viðskiptavinir okkar að tilkynna það beint til síns tryggingafélags.
Uppfært 22.ágúst kl. 11.10: Þegar vatni er hleypt aftur á viðamikið lagnakerfi þá geta komið upp lekar í dreifikerfinu. Upp komu tæplega 40 lekar í gær og í nótt á afmörkuðum, litlum svæðum. Bráðabirgðaviðgerð var unnin á öllum stöðum og það getur orsakað aðeins minni þrýsting á vatninu. Fullnaðarviðgerðir verða kláraðar í dag og á morgun. Þá þarf að loka fyrir vatnið á meðan á þessum stöðum, en það ætti ekki að vara nema í um klukkustund.
Stærsti lekinn var við Nýbýlaveg í Kópavogi og viðgerð er áætluð í kvöld, en það verður tilkynnt sérstaklega til íbúa í nágrenninu.
Uppfært kl. 22.40: Þegar vatni er hleypt aftur á viðamikið lagnakerfi þá geta komið upp lekar í dreifikerfinu. Í dag og kvöld hafa komið upp nokkrir lekar og hafa íbúar á þeim svæðum orðið fyrir því að það er lokað fyrir heita vatnið til að hægt sé að stöðva lekann. Svæðin eru þó lítil og afmörkuð við einstaka götur. Við erum að vinna í viðgerðum, en það tekur einhvern tíma þar til því lýkur.
Við viljum vita af öllum lekum sem verða í kerfinu okkar og mikilvægt að hringja í neyðarsímann okkar 516 6161.
Við viljum einnig benda fólki á spurt og svarað um bilanir á síðunni okkar.
Uppfært kl. 12.10: Heitt vatn er komið með eðlilegum þrýstingi á öll hverfi.
Uppfært kl. 11.15: Verkefnið gekk vel og við þökkum öllum íbúum kærlega fyrir samstarfið og skilninginn.
Þrýstingur eykst jafnt og þétt um allt kerfið og öll ættu að vera komin með fullan þrýsting um hádegi.
Einstaka lekar hafa komið upp og á afmörkuðum litlum svæðum hefur þurft að taka vatnið af aftur á meðan viðgerð stendur yfir.
Mikilvægt er að tilkynna það til okkar í neyðarsímann 516 6161 ef fólk verður vart við leka utanhúss.
Uppfært kl. 08.25: Búið er að opna fyrir heita vatnið inn á öll hverfi. Þau sem búa neðarlega í hlíðum koma til með að fá þrýsting á vatnið fyrst og síðar þau sem búa ofarlega. Þar stjórnar landslagið rennslinu.
Mikilvægt er að þau sem lokuðu fyrir inntakið hjá sér opni það hægt og rólega eftir leiðbeiningum frá Félagi pípulagningameistara.
Þegar vatninu er hleypt aftur á dreifikerfið geta komið upp lekar og verði fólk vart við slíkt utanhúss er mikilvægt að tilkynna það strax til Veitna í neyðarsímann 516 6161. Komi upp leki innanhúss þarf að hafa samband við pípara.
Verkefnið gekk vel og við þökkum kærlega öllum íbúum fyrir samstarfið og skilninginn.
Uppfært kl. 06.55: Heita vatnið rennur nú hægt inn á nánast öll hverfi. Það mun taka nokkrar klukkustundir að ná upp fullum þrýstingi.
Uppfært 21. ágúst kl.06.05: Vinnu við tengingu Suðuræðar 2 var lokið kl. 22.40 í gærkvöldi og byrjað var að hleypa vatni aftur á flutningsæðina fyrir miðnætti. Því var lokið um miðja nótt.
Áætlun um að opna samtímis á öll hverfin var aðlöguð aðstæðum þegar á leið.
Vatni er hleypt á svæðin eitt af öðru meðfram lögninni og nú er Norðlingaholt, efri hverfin í Kópavogi og hluti af Garðabæ komin með góðan þrýsting.
Mikilvægt er að þau sem lokuðu fyrir inntakið hjá sér opni það hægt og rólega eftir leiðbeiningum frá Félagi pípulagningameistara.
Verið er að opna fyrir vatnið hægt og rólega á önnur svæði eftir Suðuræð. Það tekur tíma að ná upp þrýstingi í dreifikerfinu, en þegar íbúar hafa fengið heitt vatn heim til sín þá fer það ekki aftur af nema eitthvað komi upp á.
Þegar vatninu er hleypt aftur á dreifikerfið geta komið upp lekar og verði fólk vart við slíkt utanhúss er mikilvægt að tilkynna það strax til Veitna í neyðarsímann 516 6161. Komi upp leki innanhúss þarf að hafa samband við pípara.
Uppfært kl. 20.30: Unnið er við tengingar Suðuræða og áætlað að allri vinnu við þær ljúki í kringum miðnætti. Þá verður heita vatninu hleypt rólega inn á flutningslögnina og hún fyllt áður en opnað er inn á hverfin. Gera má ráð fyrir að heita vatnið byrji að renna hægt og bítandi inn í öll hverfi á sama tíma, en það tekur nokkrar klukkustundir að ná upp þrýstingi á viðamikið lagnakerfið heim til íbúa.
Hverfin koma því öll inn á svipuðum tíma, en þau sem búa neðar í hlíðum koma til með að fá þrýsting hjá sér fyrr en þau sem ofar búa. Þar stjórnar landslagið ferðinni.
Við áætlum að snemma í fyrramálið verði vatnið byrjað að renna inn í hverfunum og gangi áætlanir áfram eftir þá ættu flest að vera komin með fullan þrýsting um hádegi á morgun. Vissulega geta áætlanir breyst, en þá uppfærum við hér á síðunni um leið og það er ljóst.
Uppfært kl. 17.05: Almannadalur og Hólmsheiði ættu að vera komin með fullan þrýsting á heita vatnið hjá sér. Önnur vinna er samkvæmt áætlun og verður uppfært hér eftir því sem fram vindur.
Uppfært kl. 14.00: Innan skamms hleypum við vatni rólega á Hólmsheiði og Almannadal. Það getur tekið fram að kvöldmat að ná fullum þrýstingi á svæðinu. Áætlun fyrir önnur hverfi er óbreytt.
Uppfært kl. 13.40: Vinnu miðar vel áfram og er á áætlun.
Uppfært kl. 10.55: Verkinu miðar vel áfram og er á ætlun.
Uppfært kl. 9.50: Unnið var í alla nótt við tengingar á flutningsæð hitaveitu. Verkið er á áætlun og gengur vel. Við erum þakklát fyrir skilning íbúa á þessari mikilvægu framkvæmd fyrir stækkandi samfélag og lífsgæði til framtíðar.
Uppfært 20.ágúst kl. 07.40: Verki miðar vel áfram og er á áætlun. Suðuræð var alveg lokað á miðnætti og þá hófst tæming á lögninni. Lítið var hringt í Veitur í nótt og fólk almennt vel undirbúið.
_____________________
English below
Vegna tengingar á nýrri flutningsæð hitaveitu verður lokað fyrir heita vatnið í öllum Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanesi, Kópavogi, Breiðholti, Hólmsheiði, Almannadal og Norðlingaholti. Framkvæmdin er fyrsti hluti af lagningu Suðuræðar 2.
Mikilvægt er að íbúar hafi skrúfað fyrir krana til að koma í veg fyrir slys og tjón þegar vatnið kemur á aftur.
Við bendum húseigendum á að huga að sínum innanhússkerfum. Félag pípulagningameistara hefur tekið saman leiðbeiningar fyrir húseigendur. Gott er að hafa gluggana lokaða á þessum tíma til að halda varmanum inni.
Þegar vatni er hleypt aftur á viðamikið lagnakerfi eftir lokun er eðlilegt að lekar geti komið upp. Í slíkum tilvikum er mikilvægt að tilkynna það svo hægt sé að bregðast við sem fyrst.
Við munum upplýsa um gang mála á þessari síðu.
Nokkrar algengar spurningar og svör varðandi lokunina
Þarf endilega að taka allt vatnið af?
Við skiljum vel að það komi sér illa fyrir íbúa og fyrirtæki að vera án heits vatns en því miður verður svo að vera þegar um viðamikla viðgerð er að ræða.
Hvað gerist ef vatnið er komið á hjá mér fyrir hádegi þann 21. ágúst?
Ef heita vatnið verður komið í lag fyrir þann tíma þá mun það ekki verða tekið af aftur nema óvæntar uppákomur verði.
Hvað ef mér finnst vera lágur þrýstingur á vatninu eftir framkvæmdina?
Það getur tekið einhvern tíma að ná fullum þrýstingi aftur.
Hvað ef heita vatnið er ekki komið á kl. 12:00 ?
Við biðjum ykkur um að sýna því skilning og þolinmæði. Við uppfærum hér á síðunni eftir því sem fram vindur.
Þarf að slökkva á innanhúskerfum og snjóbræðslu?
Þar sem slík kerfi eru mörg og misjöfn getum við ekki svarað þessu almennt. Best er að hafa samband við pípara eða söluaðila kerfisins til að fá leiðbeiningar. Félag pípulagningameistara hefur einnig tekið saman leiðbeiningar til húseigenda.
Þarf að loka fyrir inntakið og bakrásina?
Húskerfi eru misjöfn og ef það eru innanhúskerfi til staðar er gott að skoða leiðbeiningar frá Félagi Pípulagningameistara. Ef það liggur vafi á hvað skal gera er best að heyra í pípara og fá ráðleggingar.
Hvernig er best að halda hita á húsinu á meðan það er heitavatnslaust?
Gott er að hafa alla glugga lokaða til að halda varmanum innandyra. Húsnæði ætti ekki að kólna mikið á þessum tíma árs og teppi hlýja fólki þennan tíma sem heitavatnsleysið stendur. Óhætt er að nota einn lítinn rafmagnsofn á íbúð ef nauðsyn krefur, en gott er að muna að heitavatnsleysið stendur yfir í einn og hálfan sólarhring svo það hlýnar fljótt innandyra þegar vatnið kemur aftur á.
________________________________________
Updated at 16.30: Repairs are ongoing where leaks have occurred. It is expected to take a few days to fully complete all surface work where repairs are being made.
The updated plan anticipates that repairs on Nýbýlavegur will take place in the coming days when traffic in the area is minimal. Residents who will be without hot water during the repair will be notified once the timing has been confirmed.
We would like to point out the Q&A section on this page, where customers can find out where to seek assistance in case of disruptions.
Regarding damages:
The insurance company VÍS, which insures Veitur, handles damage reports related to water from Veitur's pipes. Veitur is responsible for the pipes outside the house and up to the meter in the intake room. It is best to report directly to VÍS, which exclusively handles our insurance matters, and they process the cases as quickly as possible.
If the damage is caused by indoor systems or pipes owned by the homeowners, our customers need to report it directly to their own insurance company.
Updated August 22 at 11:10: When water is reintroduced to an extensive piping system, leaks can occur in the distribution network. About 40 leaks occurred yesterday and last night in limited, small areas. Temporary repairs were made in all places and this may cause a little less pressure on the water. Final repairs will be completed today and tomorrow. The water has to be shut off during repairs in these places, but it should only last for about an hour.
The biggest leak was at Nýbýlavegur in Kópavogur, and repairs are scheduled for tonight, and it will be announced to residents in that area.
Updated at 22.40: When water is reintroduced into an extensive piping system, leaks can occur in the distribution network. Today and this evening, several leaks have occurred in limited and small areas, and residents in those areas have experienced a shutdown of hot water so that the leaks can be stopped. We are working on repairs, but it will take some time to complete.
We want to be informed of any leaks in our system, and it is important to call our emergency number at 516 6161.
We also want to point out the FAQ on outages and malfunctions on our website
Updated at 12:10 PM: Hot water is now available at normal pressure in all areas.
Updated at 11:15: The project went well, and we sincerely thank all residents for their cooperation and understanding.
The pressure is steadily increasing throughout the system, and everyone should have full pressure by noon.
There have been occasional leaks, and in certain small, isolated areas, the water has had to be shut off again while repairs are being carried out.
It is important to notify us at the emergency phone number 516 6161 if people notice any leaks outside
Updated at 08:25: The hot water has been turned on for all areas. Those living lower on hills will receive water pressure first, and later those living higher up. The landscape controls the flow.
It is important for those who closed their intake valves to open them slowly and gradually, following the instructions from the Association of Master Plumbers.
When water is reintroduced into the distribution system, leaks can occur. If people notice any outdoor leaks, it is important to report them immediately to Veitur's emergency line at 516 6161. If there is a leak indoors, a plumber should be contacted.
The project went well, and we sincerely thank all the residents for their cooperation and understanding.
Updated at 06:55: Hot water is now slowly flowing again into most areas. It will take a few hours to reach full pressure.
Updated August 21 at 06:05: The work on connecting Suðuræð 2 was completed at 22:40 last night, and water began to be reintroduced into the main pipeline before midnight. This process was completed in the middle of the night.
The plan to open the water supply to all areas simultaneously was adjusted based on circumstances as the work progressed.
Water is therefore gradually being supplied to different areas along the pipeline, and now Norðlingaholt, the upper districts of Kópavogur, and part of Garðabær have good water pressure.
It is important for those who closed their intake valves to open them slowly and gradually, following the instructions from the Association of Master Plumbers.
Water is being gradually restored to other areas along Suðuræð. It takes time to build up pressure in the distribution system, but once residents receive hot water at home, it will remain unless something unexpected occurs.
When water is reintroduced into the distribution system, leaks can occur. If people notice any outdoor leaks, it is important to report them immediately to Veitur's emergency line at 516 6161. If there is a leak indoors, a plumber should be contacted.
Updated at 20:30: Work is being done on the connections of the main hot water pipe, and it is estimated that all work on them will be completed around midnight. Then, the hot water will be slowly released into the pipeline, and it filled before being opened to the districts. It is expected that the hot water will start to flow slowly into all the districts at the same time, but it will take a few hours to build up pressure in the extensive distribution system leading to residents' homes.
Therefore, all districts will receive the water around the same time, but those living lower on hills will get pressure sooner than those living higher up. The landscape controls the pace.
We estimate that the water will start flowing into the districts early tomorrow morning, and if everything goes according to plan, most districts should have full pressure by noon tomorrow. Of course, plans can change, but if they do, we will update here on the site as soon as it is clear.
Updated at 17:05: Almannadalur and Hólmsheiði should now have full pressure on their hot water supply. Other work is proceeding according to schedule, and updates will be provided here as progress continues.
Updated at 14:00: Shortly, we will gradually start supplying water to Hólmsheiði and Almannadalur. It may take until dinner time to reach full pressure in the area. The schedule for other districts remains unchanged.
Updated at 13:40: The work is progressing well and is on schedule.
Updated at 10.55: The work is progressing according to plan.
Updated at 9.50: Work was carried out throughout the night on connections to the district heating main pipeline. The project is on schedule and progressing well. We are grateful for the residents' understanding of this important development for the growing community and quality of life in the future.
Updated August 20th at 07:40: The work is progressing well and is on schedule. The southern pipeline was completely closed at midnight, and then the draining began. There were few calls to Veitur during the night, and the public generally well prepared.
There will be no hot water in Hafnarfjörður, Garðabær, Kópavogur, Álftanes, Norðlingaholt, Hólmsheiði, Almannadalur and Breiðholt from Monday evening August 19th until noon on Wednesday 21st.
Due to a connection of a new main hot water pipe, there will be no hot water in a large part of the capital area as shown on the map. The project is the first part of Suðuræð 2 (in Icelandic).
It is important to turn off the taps to prevent accidents and damage when the water returns.
We remind homeowners to check their inhouse heating systems. The Association of Master Plumbers has compiled guidelines for homeowners in Icelandic. It's good to keep the windows closed during this time to retain heat indoors.
When the water is restored after the shutdown, leaks may occur from the extensive piping system. In such cases, it is important to report them immediately so they can be addressed promptly.
We will provide updates on this page.
Frequently Asked Questions and Answers regarding the closure:
Do you need to turn off all the water?
We understand that being without hot water is inconvenient for residents and businesses, but unfortunately, it is necessary for such a major project.
What if the hot water is restored before noon on Wednesday?
If hot water is restored before that time, it will not be turned off again unless unexpected issues arise.
What if I experience low water pressure after the work is done?
It may take some time to restore full pressure.
What if hot water isn't restored by noon on Wednesday?
We ask for your understanding and patience. We will update this page as progress is made.
Do I need to turn off indoor systems and snow melting?
Since these systems vary widely, we cannot provide a general answer. It's best to contact plumbers or the system's vendors for guidance. The Association of Master Plumbers have published guidance for homeowners (In Icelandic).
Do I need to shut off the main water supply and the return line?
House systems vary, and if there are internal systems in place, it's good to consult the instructions provided by the Master Plumbers Association (in Icelandic). If you're unsure about what to do, it's best to contact a plumber for advice.
How can I keep the house warm while the hot water is off?
It's best to keep all windows closed to retain heat inside. The building shouldn't cool down much at this time of year, and blankets can keep people warm during the hot water outage. It's safe to use a small electric heater in the apartment if necessary, but remember that the hot water outage will only last for a day and a half, so the indoor temperature will warm up quickly once the water is back on.