Íbúum í Borg­ar­nesi ráðlagt að sjóða drykkjar­vatn í varúð­ar­skyni

.

Íbúum í Borgarnesi er ráðlagt að sjóða drykkjarvatn í varúðarskyni vegna vísbendinga um hugsanlega gerlamengun.

English below

Uppfært 3.10. kl. 17.40: Íbúum í Borgarnesi er ráðlagt að sjóða drykkjarvatn í varúðarskyni. Fyrstu niðurstöður úr sýnatökum dagsins benda til góðra vatnsgæða en bíða þarf morguns þar til að áræðanlegri greining liggur fyrir. Óhætt er að nýta vatnið ósoðið til annarra nota.

Verið er að kanna mögulega kólígerla í vatni frá Seleyri við Borgarfjörð.

Borgarnes fær kalda vatnið frá þremur veitum og er Seleyrarveita ein af þeim. Vatnið frá Grábrók og Hafnarfjalli er gegnumlýst og ekkert sem bendir til gerlamengunar þaðan.

Veitur ásamt heilbrigðiseftirliti Vesturlands eru að taka fleiri sýni úr neysluvatninu til að greina það nánar. Fyrstu niðurstöður ættu að liggja fyrir síðar í dag.

Önnur svæði í Borgarbyggð fá ekki vatn frá Seleyri og þurfa ekki að grípa til ráðstafana, en sjá má á kortinu hér á síðunni hvaða svæði er um að ræða.

Hugsanlega gæti verið um galla í sýnatöku að ræða en Veitur vilja engu að síður hafa allan varann á og upplýsa.

Hvernig á að sjóða vatnið?
Vatnið þarf að bullsjóða, það þýðir að sjóða í a.m.k. 1 mínútu. Hraðsuðukatlar bullsjóða vatn, en ef örbylgjuofn er notaður þarf að tryggja að vatnið sjóði almennilega. Nánari leiðbeiningar má finna á vef MAST.
-----------------------------------------------

Residents of Borgarnes are advised to boil drinking water as a precaution due to indications of possible bacterial contamination.

Updated October 3rd, 5:40 PM: Residents of Borgarnes are advised to boil drinking water as a precaution. Initial results from today's water sampling indicate good water quality, but more reliable analysis will not be available until tomorrow. It is safe to use the water unboiled for other purposes.

Veitur are investigating potential coliform bacteria in water from Seleyri near Borgarfjörður.

Borgarnes receives cold water from three sources, and Seleyri is one of them. The water from Grábrók and Hafnarfjall is UV treated, and there are no signs of bacterial contamination from those sources.

Veitur Utilities, along with the West Iceland Health Inspection Authority, are taking more samples from the drinking water to analyze it further. The first results are expected later today.

Other areas in Borgarbyggð do not receive water from Seleyri and do not need to take any precautions, please see on the map below what areas are affected.

There may be an issue with the sampling process, but the utility company wants to take every precaution and provide information.

How to boil the water
The water needs to be boiled vigorously, which means it must boil for at least 1 minute. Electric kettles will boil the water vigorously, but if using a microwave, make sure the water boils properly. More detailed instructions can be found on the MAST website.

Hvernig getum við aðstoðað þig?