Um verkefnið: Rannsóknarholur verða boraðar á 11 stöðum í Borgarnesi og nágrenni við Borg á Mýrum. Þetta eru um 60m. djúpar holur sem verða boraðar til að kanna með vatn og hitastig með það í huga að bæta við hitaveitu á svæðinu. Rask verður í lágmarki þar sem létt bortæki eru notuð svo ekki er þörf á vegagerð eða sérstökum borplönum.
Þetta er einungis til rannsókna á þessu stigi málsins og niðurstöður þeirra ráða mestu um framhaldið og hvernær það yrði.
Verkefnið er unnið í samráði við Borgarbyggð og landeigendur.
Uppfært 2.8.2024: Annar áfangi hitastigulsborana í og við Borgarnes hófst í júní. Niðurstöður mælinga í holum sem boraðar voru við Borg fyrr í sumar urðu til þess að upphaflegri áætlun var breytt og hætt hefur verið við tvær af fjórum holum í Borgarnesi, en tvær eru enn á áætlun. Önnur þeirra er í Brákarey og hin á Dílatanga. Í landi Borgar á Mýrum hafa þrjár rannsóknarholur verið boraðar í öðrum áfanga, en hætt hefur verið við tvær. Þess í stað munu Veitur dýpka eina holu í túninu við Borg til að rannsaka hana enn betur og bora aðra sem var á áætlun.
Tímaáætlun: Maí til júní 2024
Vinnusvæði: 6 holur verða boraðar við Borg á Mýrum og fjórar í þéttbýli í Borgarnes.
Uppfært vinnusvæði 2.8.2024: Búið er að bora þrjár holur við Borg. Uppfærð áætlun gerir ráð fyrir fjórum holum, 2 við Borg og 2 í Borgarnesi.