Hluti viðskipta­vina þarf að endur­skrá kred­it­korta upplýs­ingar á Mínum síðum

- .

Viðskiptavinirnir fá annars greiðsluseðil í netbanka um miðjan maí

Veitur hafa skipt um þjónustuaðila (færsluhirði) fyrir greiðslukort. Við þetta verða um 5000 viðskiptavinir fyrir því að samningar um kreditkortagreiðslur þeirra falla úr gildi og þau þurfa því að skrá upplýsingarnar að nýju. Greiðslur sem hafa hingað til farið sjálfkrafa af greiðslukorti þessara viðskiptavina munu ekki gera það fyrir næsta reikning nema viðskiptavinir skrái upplýsingarnar á Mínar síður.

Viðkomandi viðskiptavinir hafa fengið tilkynningu þess efnis og þurfa að skrá kortaupplýsingar að nýju á Mínum síðum á heimasíðu Veitna. Athugið að númerin koma sjálfkrafa inn, en það þarf samt sem áður að skrá þau að nýju.
Þau sem fá tilkynningu og skrá ekki upplýsingarnar fá greiðsluseðil í heimabanka um miðjan mánuð.

Athugið að Veitur senda enga hlekki á viðskiptavini til að skrá kortaupplýsingar.

Ástæðan er gagnaöryggi. Eldri samninga þarf að endurnýja af öryggisástæðum þar sem þeir uppfylla ekki lengur þær kröfur sem Veitur gera til slíkra viðskipta.

Veitur vilja öryggisins vegna ekki vista kortaupplýsingar og þær eru ávallt vistaðar hjá viðkomandi færsluhirði.

Vinsamlega athugið að starfsfólk Veitna má ekki og getur ekki skráð kortaupplýsingar fyrir viðskiptavini, hvorki í gegnum síma né á rafrænu formi. Starfsfólk mun ekki taka við símgreiðslu.

Ef áfram er óskað eftir boðgreiðslu þurfa viðskiptavinir sem fengu tilkynningu að

1. Fara á Mínar síður á heimasíðu Veitna
2. Skrá greiðslumátabreytingu fyrir þá reikninga sem um ræðir
3. Skrá sérstaklega fyrir fyrir Vatns- fráveitugjöld eða Hitaveitu Mosfellsbæjar þar sem það á við
4. Vista

Ef upplýsingar hafa ekki verið skráðar tímanlega mun koma reikningur í netbanka viðskiptavina sem þarf að greiða þar þangað til kreditkortaupplýsingar hafa verið skráðar á ný.

Veitur vilja fyrst og fremst tryggja viðkvæmar upplýsingar um leið og besta mögulega þjónusta er veitt til að einfalda greiðsluleiðir.

Hvernig getum við aðstoðað þig?