.
Kaldavatnslaust er vegna viðgerðar
Vegna viðgerðar á stofnlögn sem flytur kalda vatnið á Álftanes verður kaldavatnslaust á öllu nesinu föstudaginn 1. mars frá kl. 13-18.
Við vörum við slysahættu vegna þess að einungis kemur heitt vatn úr blöndunartækjum.
Þurfir þú neysluvatn á meðan þessu stendur, geturðu notað kælt heitt vatn. Brennisteinninn í vatninu getur valdið sumum óþægindum en er skaðlaus.
Kaldavatnslögnin liggur fjarri heitavatnslögninni sem bilaði fyrr í vikunni og er því alls ótengd viðgerðinni sem þurfti að ráðast í þar.