- .
Information in English below
Veitur eru að endurnýja lýsingartæki fyrir kalda vatnið á Akranesi til að tryggja heilnæmi þess fyrir samfélagið til lengri tíma. Nýju lýsingartækin gera okkur kleift að bregðast hraðar við ef eitthvað kemur upp.
Til að undirbúa tenginguna þurfum við að loka fyrir kalda vatnslögn fyrir Akranes og nýtum á meðan varaforðann sem er í bænum. Tengivinnan hefur ekki áhrif á lýsinguna og kalda vatnið, en lágur þrýstingur verður á vatninu á meðan.
Til að tryggja að ekki komi til vatnsleysis biðlum við til íbúa og fyrirtækja að fara mjög sparlega með kalda vatnið á þessum tíma.
Við höfum þegar rætt við stórnotendur á svæðinu um að takmarka notkun þetta kvöld og fram á nótt.
Íbúar og fyrirtæki eru því beðin að fara sparlega með kalda vatnið föstudaginn 24.okt frá kl. 21.00 og fram til kl. 03.00 aðfaranótt laugardags 25.okt.
Veitur endurnýja búnað til að tryggja öllum íbúum nauðsynlega innviði og lífsgæði til framtíðar.
Takk kærlega fyrir skilninginn og samstarfið.
--
Recommendation to use cold water sparingly in Akranes and nearby areas
Veitur is renewing UV equipment for the cold water supply in Akranes to ensure its safety and quality for the community in the long term. The new UV systems will allow us to respond more quickly if anything unexpected occurs.
To prepare for the connection, we need to shut off the cold water main for Akranes, and during that time we will use the reserve water supply stored in the town. The connection work will not affect the UV system or the cold water quality, but the water pressure will be low during this period.
To ensure that no water shortage occurs, we ask residents and businesses to use cold water very sparingly during this time.
We have already spoken with major water users in the area about limiting their consumption that evening and overnight.
Residents and businesses are therefore asked to use cold water sparingly on Friday, October 24 from 21:00 until 03:00 (early Saturday morning, October 25).
Veitur are renewing the equipment to ensure that all residents have access to essential infrastructure and quality of life in the future.
Thank you very much for your understanding and cooperation.