- .
Veitur auka gæði neysluvatnsins
Tvisvar á hverju ári skola Veitur út aðveituæðinni við Grábrókarhraun til að auka gæði vatnsins til notenda.
Á verktímanum má búast við lægri/lágum þrýsting og í einstaka tilfellum vatnsleysi á kaldavatninu meðan á útskolun stendur, einnig má búast við einhverju gruggi í vatninu.
Búast má við að verkið taki rúmar tvær vikur frá 21. október til 5. nóvember. Þau sem búa Borgarnes megin við Galtarholt verða væntanlega ekki vör við vinnu Veitna fyrr en 28. október til 5. nóvember.
Veitur vona að viðskiptavinir sýni verkefninu þolinmæði og umburðarlyndi í þessari vinnu enda eru öll farin að þekkja þetta ferli vel.